Á slóðum dádýra

Í Phoenix-garðinn í Dublin fer fólk til að hjóla, skokka, borða nesti, liggja í sólbaði eða leti, viðra hunda eða frílista sig. Þangað lá leið okkar í gær, einkum til að hafa áfangastað á gönguferð dagsins og til að kynnast þessu stóra útivistarsvæði. Við höfðum sannfrétt að þar væru mannelsk dádýr, ekki taugaveikluð og nærsýn hreindýr, eins og á Austfjörðum. (Það er önnur saga). Þetta er stórt svæði og brenninetlur í skóginum kenna manni að pissa með aðgát.

Í garðinum lék ég David Attenboro og hafði nefið í grasinu, fann víða dádýrasaur og þóttist öðru hverju heyra í þeim jarm eða ámóta hljóð.  Kannski voru þau ekki við í dag því ekki vöktu þau mig af hádegisblundinum undir stóru tré. Aðrir leiðangursmenn prjónuðu.

Í sumarfríi er mikilvægt að læknast af geraveikinni og geta átt daga þar sem ekkert sérstakt er gert, en samt mórað sér prýðilega. Þetta var svona dagur.

Að vísu rákumst við á nýlenduvöruverslun bræðranna Hennes og Márits á heimleiðinni, en þangað ku alþýða manna fara til að kaupa sér spjarir á alþýðlegu verði. Ég gerði það þó ekki, enda með bakpokann fullan af matvörum. Þar að auki á ég enn gallabuxurnar sem ég keypti fyrir aldamót.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s