Myndabann og einkaréttur

Tæp vika er liðin frá Reykjavíkurmaraþoninu og enn hefur hlaup.is ekki birt myndir sínar af hlaupurum eins og hefð hefur verið fyrir í fjölda ára. Síðuhaldarinn, Torfi Leifsson, hefur kappkostað að mæta í hlaup með myndavélina sína, birt myndasyrpur á síðu sinni og þetta hafa hlauparar og fleiri kunnað vel að meta. Sumir hafa keypt sér góða minningar um skemmtileg hlaup, aðrir láta sér nægja að fletta og skoða, jafnvel deila á Fésbókarveggjum. Hlaupasamfélagið hefur kunnað vel að meta elju Torfa og því kemur mjög á óvart sú krafa hlauphaldara í RM að meina honum að birta og miðla myndum sínum úr maraþoninu. Um þetta má nánar lesa hér.

Viðbrögð hlaupara hafa verið á einn veg og endurspeglast t.d. í ummælum Stefáns Gíslasonar, fjallahlaupara, á síðu Félags Maraþonhlaupara á Fésbókinni:  „Með þessu fer ÍBR/RM ekki bara gegn hlaup.is, heldur gegn hlaupasamfélaginu í heild. Hlaup.is er hluti af þessu samfélagi, m.a.s. gríðarlega mikilvægur hluti, ef ekki hornsteinn. Vonandi leysist málið þannig að hlaup.is geti birt og selt myndir eftir sem áður, en annars er það undir okkur öllum komið hvaða afleiðingar málið hefur fyrir ÍBR/RM. Til að byrja með skulum við alla vega sleppa því að kaupa myndirnar af marathon-photos.com, jafnvel þótt að sumar þeirra séu kannski ágætar.“

RM hefur birt þessa skýringu á síðu sinni, marathon.is. „Hingað til hefur ekki verið amast við því þó að aðrir aðilar hafi tekið myndir og selt enda hafa þeir ljósmyndarar sem gert hafa samning við Reykjavíkurmaraþon um að mynda hlaupið ekki gert athugasemdir við það hingað til. Nú ber svo við að opinber myndaþjónusta hlaupsins gerir athugasemd við að aðrir séu að fara inn á þeirra verksvið. Það er því skylda okkar að benda þeim sem ekki hafa leyfi til að hagnast á myndum úr hlaupinu að þeir hafi ekki rétt á að selja myndir úr hlaupinu. Birting mynda er ekki óleyfileg heldur eingöngu sala þeirra.“

Margir tóku myndir þennan dag og á vegum Nike hafa nú birst 800 myndir á netinu. Ekki verður séð að aðstandendur RM hafi amast við þeim. Aðrir hafa bent á að ljósmyndir myndaþjónustunnar séu í sumum tilfellum lélegar og ekki 2900 króna virði, en það er verð á einni mynd. Í landi frjálsra viðskipta ræður fólk hins vegar hvar og hvenær það opnar veskið og þar sem ekki er um bannvöru eins og áfengi, tóbak eða fíkniefni að ræða, verður ekki séð hvernig hægt er að framfylgja þessu banni við sölu á myndum. Ef allir sem tóku myndir þennan dag, hrúga þeim inn á netið og falbjóða á vægu verði, er ekkert við því að gera. Sá sem hleypur þennan dag og vill eignast mynd af sér til minningar, getur ekki annað en hlegið að svona vitleysu. Einkum þegar ekkert kemur fram um þetta einkaleyfi í skráningarskilmálum.

Þessi frétt er næstum mánaðargömul en ekki síður merkileg.Fyrirsögn hennar er: Bannað að deila myndum af Ólympíuleikunum. Þar kemur fram að í skilmálum miðakaupenda hafi þessi krafa komið fram og í skjóli hennar er skákað. Leitað var álits ÍSÍ og þar fengust þessi svör:„Ég hef ekki heyrt af því að neinn íþróttaviðburður hér hafi bannað myndatökur eða verið með einhverja skilmála hvað það varðar,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Þrátt fyrir þessa uppákomu sem hefur komið illa út fyrir hlauphaldara RM, má ekki gleyma öllu því góða sem RM hefur gert. Þetta verður alltaf uppskeruhátíð hlaupasamfélagsins, dagur gleði og afreka.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Myndabann og einkaréttur

  1. RM á engan rétt enda afsöluðu hlauparar ekki „einka“rétti til myndatöku til RM þegar þeir skráðu sig í hlaupið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s