Frægðin sem fór

Í ágústbyrjun fór auglýsing víða á Fésbók og í tölvupóstum til þríþrautar/sjósundsfólks þar sem lýst var eftir aukaleikurum í hópatriði sem taka átti upp við Gróttu. Þetta var fyrir mynd Ben Stiller um draumóramanninn Walter Mitty en hann átti að koma siglandi að landi við Gróttu, lenda þar í hópi þríþrautarkappa á leið í land, synda með þeim upp í fjöruna, ræna þar reiðhjóli af einum keppenda og hjóla burt, hugsanlega til Þingvalla. Stefnt var á rúmlega 100 manna hóp í blautbúningum og álíka gommu af reiðhjólum í landi og til stóð að borga mannskapnum fyrir leikræn tilþrif og leigu á dóti. Ég vissi um nokkra sem voru byrjaðir á stífum magaæfingum til að geta þanið kassann í nærmynd. Sjálfur hugaði ég að rifum á blautbúningi mínum og stagaði saman magabeltið.

Nú er staðan hins vegar þannig að þetta atriði verður ekki tekið upp hérlendis. Kannski er það kuldi eða kvefótti stórleikarans sem ræður. Hollívúddfrægð okkar mörlandanna verður að bíða betri tíma.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.