Ofbeldi og niðurlæging

Móttöku nýnema í Verkmenntaskóla Austurlands er lýst í Austurglugganum í gær.

Busunin fór vel fram í blíðskaparveðri og böðlarnir reyndu sitt besta til að niðurlægja busana. Þeir voru látnir ganga frá skólanum niður á bæjarbryggju og sungu þeir á leiðinni ásamt því að böðlarnir sprautuðu sósum og köstuðu eggjum í þá.

Þegar hópurinn var kominn að bryggjunni beið þeirra þrautabraut sem innihélt kör full af köldu vatni, fiskislori og mjólkurvörum sem komnar voru langt fram yfir síðasta söludag. Þrátt fyrir þennan viðbjóð virtust allir skemmta sér vel.“
Heimild: Austurglugginn.is
Þessi lýsing er römmuð inn með glaðlegu og jákvæðu orðalagi. Fyrir austan hefur sem sagt viðrað vel til ofbeldis og misþyrminga og það er klætt í skemmtilegan búning. Öllum fannst gaman, einkum þeim sem píndu og þeir sem voru píndir, voru himinlifandi. Ekki er hægt að skilja lýsinguna öðru vísi. Undir merkjum busavígslu er flest leyfilegt. Annars hefði lögregla verið kölluð til.
Önnur frétt með sama sniði gæti litið svona út:
„Líkamsárásin var gerð í blíðskaparveðri og börðu árásarmennirnir fórnarlamb sitt þar til það lá meðvitundarlaust í blóði sínu. Að barsmíðunum loknum helltu þeir köldu vatni yfir fórnarlambið, spörkuðu í það og niðurlægðu á ýmsa lund. Þrátt fyrir allt þetta virtust allir skemmta sér vel.“
Í þessari grein á Vísir.is er sagt frá pressu á skólastjórnendur til að draga úr niðurlægingunni sem fylgir þessum athöfnum.Þær tilraunir fá ekki góðar undirtektir. Skemmst er að minnast viðbragða eldri nemenda í FSU sem púuðu á skólameistara þegar tilkynnt var að haldin yrði einhvers konar skemmtun til að bjóða nýnema velkomna. Í ofangreindri lýsingu má sjá hvers Selfyssingarnir sakna.
Það tekur fjögur ár að leggja busaofbeldið af í hverjum skóla, miðað við meðallengd námstíma fyrir stúdentspróf. Þegar að því kemur að enginn eldri nemandi hefur upplifað það og finnur enga þörf til að svala ofbeldisþörf sinni á þeim yngri, er takmarkinu náð.

59 athugasemdir við “Ofbeldi og niðurlæging

 1. Ertu ekki að grínast eða? Hefur þú eitthverntíman verið busaður? Þessi blessaða busun hérna á Neskaupstað er bara smotterý meða við annarsstaðar! Það er enginn neiddur til að fara í gegnum þetta er þeir vilja það ekki. Ég hefði ekki viljað sleppa því að vera busaður þegar ég hóf skólagöngu mína í framhaldsskóla, þar sem þetta er svo stór liður í því að byrja í framhaldsskóla. Krakkarnir þurfa ekkert annað en að segja að þau vilji ekki fara í þessar brautir og þá fara þau ekki í brautirnar. Ekkert krakkanna fannst þau vera niðurlægð á nokkurn hátt þar sem eldri nemarnir hafa líka gengið í gegnum þetta og oftar verið mikið „ógeðslegri“ brautir sem þau hafa farið í gegnum.
  Busun í Verkmenntaskóla Austurlands er langt innan allra velsæmismarka.
  Á meðan krakkarnir neita ekki að fara í gegnum þetta þá verður þessu haldið áfram.
  Það eru krakkarnir sem fara í gegnum þetta en ekki þið og á meðan þeim fynnst þetta gaman og þau kvarta ekki er allt í góðu.

  • Ég hef aldrei séð busun sem er laus við ofbeldi. Samkvæmt mínum heimildum þarf sterk busabein til að þora að hafna busun því félagslegur þrýstingur er mikill. Það er frekar þunn réttlæting að segja að busanir hafi oft verið ógeðslegri. Þessi lýsing og myndirnar tala sínu máli. Ég skil ekki þetta dauðatak sem fylgismenn busana halda í úrelta og gamaldags hefð. Það á að vera hægt að hefja nám í framhaldsskóla án þess að undirgangast útrás eldri nemenda fyrir sinn sadisma.
   P.S. Á dagatalinu stendur 2012.

   • hvernig er það eigum við þá ekki að halda í hefðir eins og þorrablót og þessháttar, þetta er orðin hefð eins og þú sagðir! þetta mun alldrei líða undir lok. það þýðir ekki að benda bara á þessi fáu atriði sem alltaf eru dregin fram í dagsljósið, það er svo mikill hluti nemenda sem fynnst þetta gaman en við þá er alldrei rætt.

   • Ég vil endilega sjá viðtal við nemanda sem nýtur þess að láta taka svona á móti sér í upphafi skólagöngu.
    Þorrablót? Þú ert ágætur.

   • Hefur þú eitthverntíman verið busaður Gísli?
    Hérna í Verkmenntaskóla Austurlands eru menn ekki busaðir ef menn vilja það ekki!
    ÞAÐ ER EKKI OFBELDI AÐ FARA SJÁLFVILJUGUR Í BUSUN!
    Ofbeldi virðist vera orðið nokkuð vítt hugtak hjá þér, það er eins og allmenn stríðni sé orðin að ofbeldi!

 2. Roum okkur adeins. Thessi busun er engin likamsaras og finnst mer adrar busanir ekki vera thad heldur. Thetta er eitt thad skemmtilegasta sem eg man eftir af minni menntaskolagongu og thjappadi thetta hopnum rosalega vel saman, vegna thess ad thad er ekki verid ad nidast a einhverjum einum, thetta gengur yfir alla. Eg mun aldrei skilja thessa hysteriu sem fullordid folk hefur gagnvart busun, thvi eftir thvi sem minir foreldrar og foreldrar vina minna segja voru hrekkirnir svaesnari thegar thau voru yngri. Slokum bara adeins a.

  • Það er ekki hægt að flokka þetta undir busun þar sem þetta var ekki á vegum skólastjórnenda né nemendafélags heldur nokkurra eldri nemenda sem gerðu þetta í hugsunarleysi! Ofbeldi er frekar sterkt til orða tekið, þetta er meira hrekkur sem framinn var í hugsunarleysi!
   Svo held ég að krökkunum hafi nú ekki orðið neitt meint af því að fá smá lýsi yfir sig.
   Það virðist vera hræðilegt að verða smá skítugur annaslagið, ég vorkenni fólki ekki neitt sem alldrei hefur þurft að dýfa hendi í kallt vatn að fara í gegnum smá óhreinindi!

   • Gaman að lesa réttlætingu þína á því að hella lýsi yfir fólk. Þetta er allsendis óskylt því að verða óhreinn að eigin vali við vinnu eða tómstundir, heldur finnst einhverjum tilvalið að hella lýsi yfir aðra, sér til skemmtunar.

   • Ég var nú bara ekkert að tala um það að krakkarnir hafi valið að láta hella lýsi yfir sig í þessu tiltekna atviki!

 3. Haha ertu eitthvað klikkaður? Það er engu ofbeldi beitt við þessa busavígslun í VA og að kalla þetta misþyrmingar, þvílíkt rugl. Ef nemandi vill ekki vera busaður þá er það í góðu lagi og það virt, það voru núna allavega 2 nemendur sem fengu að sleppa við busavígsuna.
  Ég var viðstaddur busunina og það voru bros á andiltum nemenda þegar busavíglunni lauk. Ég var busaður þarna fyrir 2 árum og mér fannst það mjög gaman, mér fannst ég ekkert niðulægður og hvað þá beittur ofbeldi! Og síðan þá er hún orðin mun vægari.
  Ég get allavega sagt að ég hefði alls ekki viljað missa af því að vera busaður.

  Ef þú ætlar svo að vera að henda þessum fréttum af uppátækjum úr öðrum skólum eins og að standa á bikiníi úti í andapolli dissaðu þá þær busavíglur ekki einhverja sem þú varst ekki einu sinni viðstaddur.

  • 1. Ég er ekki klikkaður en þakka þér fyrir umhyggju fyrir andlegri liðan minni.
   2. Myndir og lýsing tala sínu máli.
   3. Mikið er gott hvað fólki finnst gaman að vera busað.
   4. Umfjöllun um busanir er á hverju hausti. Vissulega hefur dregið úr ofbeldi en ég spyr einu sinni enn: Þarf virkilega að hefja framhaldsskólagöngu sína á þessu? Er engin leið að komast inn í 21. öldina og leggja niður úrelta, gamaldags og bjánalega hefð?

   • 1. Þú varst nú bara að segja skólann minn styðja ofbeldi og misþyrmingar og bara klæða það í skemmtilegan búning þannig já hugsaði ekki mikið um leggja mig fram í að byggja þína andlegu hlið upp, en fytrirgefðu ef ég var eitthvað að brjóta þig niður, það var ekki meiningin.
    2. Ef þú segir að myndirnar tali sínu máli þá tók ég myndir sem eru á heimsaíðu VA, http://www.va.is/ og efsta myndin sem birtist af tveimur strákum skælbrosandi. Á svo mikið fleiri myndir af ánægðum nemendum. Og var lýsingin Austurgluggans eki jákvæð? Annars var ég þarna og er að segja þér að þetta voru ekki misþyrmingar og ofbeldi það er útí hött.
    3. Já alveg frábært, enda aðaltilgangurinn, að hafa gaman að þessu.
    4. Rétt, og já það hefur dregið úr hversu umfangsmiklar busnirnar eru og ofbeldið er ekkert, allavega hér í VA, ef það væri verið að beita ofbeldi og að krakkar myndu upplifa niðurlægingu þá myndu busanir ekki vera til staðar í dag, við erum fleiri en þú mjög meðvituð um að árið er 2012. Og þér má finnast busanir vera bjánalegar, það er bara þín skoðun, en þá mátt alveg hafa þá skoðun og ætla ég ekki að gera lítið úr henni.

 4. ég var á staðnum þegar þessi busun var í gangi,það hlógu allir busarnir. Og í flest öllum busununum hérna og annarsstaðar. Get your facts straight

  • Mikið er það nú gott að busunum fannst gaman. Myndirnar bera það einhvern veginn ekki með sér og ekki heldur lýsingin, þrátt fyrir glaðværan tón.

 5. ég hef aldrei séð líkámsáras sem næstum allir eru brosandi alveg útá eyrum á myndum , oftast þessar busanir sem hafa gengið of langt tengjast oftast ekki skólanum heldur eldri vinum eða kunningjum sem einkabusa vegna vægra busunar i skólanum ..

 6. Ég hefði aldrei fyrir mitt litla líf viljað sleppa busuninni, þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég gerði á minni framhaldsskólagöngu.
  Ég var böðull í VA í fyrra og þar voru reglurnar skýrar, við máttum ekki taka t.d. einn og einn og biðja hann að syngja heldur tókum við fólk í hópum og allir virtust skemmta sér konunglega. Við létum þá vera sem ekki vildu syngja fyrir okkur eða hoppa aðeins og sprella 🙂
  Við myndum ALDREI lemja einhvern eða sparka í einhvern eða beita einhvern ofbeldi, það hefur aldrei verið leyft í VA.
  Að lok busununni í fyrra, sem samkvæmt rannsóknum okkar í VA var of væg að mati busanna, fór nemendaráðið með nemendurnar og grilluðu handa þeim pulsur og fóru með þá í leiki og hristu hópinn ennþá meira saman (en það er t.d. megintilgangur busunarinnar, þar gætiru þurft að syngja með einhverjum sem þú þekkir ekki neitt).
  Svo finnst mér commentið hans Gunnars málefnalegra heldur en þessi sorglegri pistill þinn sem reynir að draga skólann minn niður og er ekki byggður á neinum almenninlegum rökstuðningi heldur bara hvernig þú túlkar myndir.

 7. vá hvað fólk verður fúlt hérna. Ég bara verð að viðurkenna að þegar ég var busuð fyrir þónokkuð mörgum árum síðan, já þá fannst mér það bara ekki nokkurn skapaðan hlut skemmtilegt og fyndið að vera ötuð út í lýsi og mjöli og drullu. Klárt maður þóttist hlæja og hafa gaman af þessu – og sýndi ekki utan á sér hvað þetta var virkilega óþægilegt. Einhvern veginn held ég ekki (og heldur ekki miðað við umræðurnar innan busahópsins eftirá) að ég hafi verið ein um þessa tilfinningu.

  • mér sýnist þú nú vera lyfandi ennþá, og ég vorkenni fólki ekki vitund að þurfa að vellta sér uppúr lýsi, mjöli eða drullu! Það er eitthvað sem maður getur þvegið af sér, en auðvita á ekki að berja á mönnum eða meiða menn, en fólki hefur nú allveg liðið óþægilega áður og allveg lifað það af. fólk er orðið of mikklar pempíur, það má ekki koma við eitthvað sem er skítugt og þá virðist það þurfa að þrífa sig hágt og lágt!

   • Spurningin verður alltaf sú sama: Er virkilega nauðsynlegt að velta nýnemum upp úr lýsi, mjöli og drullu til að eldri nemendum líði betur og til að skapa góðan anda í skólanum eins og oft er minnst á? Eru engin takmörk fyrir því hvað fólk hamast við að réttlæta þetta athæfi?

   • Nei það er ekki lífsnauðsinlegt að halda svona viðburði en þetta þjappar hóp nýnema saman og myndar sterkari vinabönd á milli þeirra. En svo kemur það þér bara ekki neitt við hvernig og hvort busavígslur séu haldnar í framhaldsskólum landsins, því að það ert ekki þú sem ert að fara láta busa þig heldur eru það nýnemar skólanna.

   • úúú já ég er lifandi! og á þá mér að hafa þótt þetta fínt og liðið vel á meðan? Og þetta sé í fína lagi vegna þess að ég dó ekki? vá hvílík röksemdafærsla! Hér er verið að halda því fram að allir skemmti sér vel. Ég er að lýsa því að ég skemmti mér hreint aldeilis ekki vel, þótti þetta andstyggileg upplifun. En það skiptir víst ekki máli, því ég dó ekki og gat jú farið í bað. Ég er sárfegin að það er ekki farið svona með nemendur Kvennó þar sem dóttir mín er akkúrat nýbusuð. Hvar hefur annars verið rannsakað að það að drekka ógeðsdrykk og niðurlægja bindi fólk meiri vinaböndum en að kynnast á vinsamlegri máta?

 8. Hér er við hæfi að birta álit Jónasar Kristjánssonar.
  „Busanir hafa runnið sitt skeið. Ofbeldi og niðurlæging á ekki að vera neinn þáttur í skólastarfi. Hvað eftir annað hafa fávísir nemendur keyrt þær út í öfgar. Almennt hafa þeir engan skilning á alvöru málsins. Yfirvöld skóla eru sljó að venju. Sums staðar hafa þær þó verið bannaðar, til dæmis nú síðast í Árborg. Það er til sóma. Í Menntaskólanum í Reykjavík hafa menn haldið sig við tolleringar. Úti til sveita er enn allt í rugli. Austurglugginn segir með velþóknun frá ofbeldi og niðurlægingu við Verkmenntaskóla Austurlands. Þar eystra virðist vanþroski orðinn að almennu skemmtiatriði fyrir fábjána. „

  • Svo eru menn hissa á því að það vilji enginn neitt með þessa svokölluðu höfuðborg hafa, þegar liðið þar lætur svona við fólk utan af landi eða úti til sveita eins og sagt var.
   Mér sýnist nú á öllum fréttafluttingi að mesta ofbeldið og sukkið sé í þessari svokölluðu höfuðborg!
   Mín höfuðborg er Akureyri!

 9. Ég veit ekki hvað þú heldur að þú sért, en þú tönnglast á að ofbeldi sé beitt og nú hefuru tvisvar birt að fyrir austan eða eystra séu busanir annaðhvort vanþroski sem eru almennt skemmtiatriði fyrir fábjána, eða þá misþyrmingar og ofbeldi. Nærðu því ekki sem er búið að segja hérna að ofan? Ég ásamt fleirum var viðstaddur businina í VA, sem þú tekur sem dæmi um núna tvisvar, og hvern sem þú spyrð sem var þarna þá fannst fólki gaman! Og þegiðu með að myndirna segja annað, ég á líka myndir sem segja annað en þú heldur fram.

  Og til að svara þessari spurningu: Er virkilega nauðsynlegt að velta nýnemum upp úr lýsi, mjöli og drullu til að eldri nemendum líði betur og til að skapa góðan anda í skólanum eins og oft er minnst á? Eru engin takmörk fyrir því hvað fólk hamast við að réttlæta þetta athæfi?
  Ekki nauðsynlegt nei, og haha ekki gert til að láta eldri nemendum líða betur með að fá að „misþyrma“, eða hvað þú vilt kalla það, yngri nemendum. Við erum erum ekki sadistar eins og þú fullyrðir. Þetta er gert til að hafa gaman og þjappa hópnum saman, ekki til að berja alla og láta öllum líða illa. Ef það væri málið væri þessi hefð ekki til staðar.

  • Eins og sjá má límdi ég inn tilvitnun í Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóra DV. Taktu eftir tilvitnunarmerkjunum. Hans orð eru ekki endilega mín. Hér fara fram skoðanaskipti. Mín skoðun liggur fyrir. Það er mjög fróðlegt að lesa röksemdir þínar og fá fram hvað veitir ykkur ánægju og vellíðan í upphafi skólaársins.

   • Hvað í fjáranum hefuru fyrir þér í því að þetta veiti okkur ánægju og vellíðan? Eru allir böðlar masokistar í þínum augum?

 10. Kæri Björn S. Hér kemur víða fram hvað þessi busun hafi verið skemmtileg, að allir hafi skemmt sér vel, þótt þetta gaman og dagurinn ánægjulegur. Er nokkuð hægt að misskilja þessi ummæli?
  Masókisti nýtur þess að pína sjálfan sig.
  Sadistar njóta þess að pína aðra.

  • Fyrirgefðu ég rugglaðist á masokistum og sadistum! þetta átti að vera sadistar en ekki masokistar eins og ég skrifaði!

 11. Afhverju helduru að það taki einhver mark á þér Gísli þegar að þú tekur ekki mark á þeim fjölmörgu sem hérna eru búnir að réttlæta busunina. Ég var busaður og þótti það ógeðslegt en jafnframt mjög gaman, hefði ekki viljað sleppa því. Þar var enginn niðurlægður og allir skemmtu sér vel. Nokkrir vildu ekki taka þátt í þessu og það var bara allt í lagi, þeir fengu það.

  Það geta allir haft rangt fyrir sér og þú lentir í því núna, það getur verið óþægilegt, ég veit það en svona er þetta bara. Mundu bara að taka ekki undantekningunum sem heildarmynd. Busun þarf bara að vera vel skipulögð og skýrar reglur þurfa þar að gilda, þannig var það hjá okkur. Kv. Yfirböðull

  • Eins og glöggt má sjá eiga hér sér stað skoðanaskipti. Þetta er ekki keppni í sannfæringu. Ekki vogarskál með réttu og röngu. Þetta endar ekki með uppgjöf og viðurkenningu á að einhver hafi réttara fyrir sér en aðrir. Hér er enginn dómari sem kveður upp úrskurð. Enginn sigurvegari (nema hvað ég á síðasta orðið ;)).
   Ég votta þér samúð með ógeðslega busun, sem þér fannst líka skemmtileg. Þetta er undarleg þversögn. „Allir skemmtu sér vel.“ Merkilegt.

   • Er svona erfitt fyrir þig að trúa því að það hafi allir skemmt sér vel? Þótt þú heldur að þetta sé ekki skemmtilegt þá hefur bara ekki hundsvit á því ef þú hefur alldrei gengið í gegnum þetta sjálfur.

 12. Busavígslur hafa verið aflagðar hér í VMA, farið er í nýnemaferðir og nýnemar verða boðnir velkomnir á sérstökum nýnemadegi núna næsta föstudag.

  Var sjálf busuð í MÍ (í gamla barnaskólanum) fyrir margt löngu, verð nú að segja að það er ekki ánægjulegasta upplifun mín. Það er löngu kominn tími til að nýir nemar séu boðnir velkomnir frekar en að þurfa margir hverjir að kvíða busavígslunni.

  • Þú verður að átta þig á því að busanir núna eru langtum vægari heldur en fyrir nokkrum árum!

   • Hef verið nátengd framhaldsskólum núna í aldarfjórðung… fyrst MÍ og síðan VMA, þannig að það þarf lítið að uppfræða mig um busavígslur, hef séð þær ófáar í gegnum tíðina.

 13. Bakvísun: Niðurlægingarþörfin « Málbeinið

 14. Þú segir að þú sért ekki að gagnrýna Verkmenntaskóla Austurlands en samt er hann eini skólinn sem er hér nefndur og þú hefur ekki, þrátt fyrir gagnrýni margra, beðist formlegrar afsökunar á þessum ummælum. Þú alhæfir um að allar busavígslur séu vondar þrátt fyrir góðar sögur frá mörgum. Einnig finnst mér skrítið að þú skulir gera lítið úr ummælum annara þrátt fyrir að þú hafir sagst virða skoðannir þeirra.

  Það er mannlegt að hafa skoðanir á málum og reyna að verja skólann sinn.

  • Fyrirgefðu að ég skuli dirfast að leiðrétta þig en í pistlinum sjálfum er FSU einnig nefndur og í ummælum ber aðra skóla á góma. Kynntu þér málið áður en farið er í fullyrðingar.
   Að andmæla með rökum og á málefnalegan hátt er ekki að gera lítið úr ummælum/skoðunum annarra. Hefurðu aldrei tekið þátt í skoðanaskiptum?
   Finnst þér virkilega að ég eigi að biðjast afsökunar á því að hafa skoðun á „busavígslum“? Bara af því ég er ekki sammála þér? Er það nóg?

   Ég er hins vegar sammála neðstu setningunni og styð alla viðleitni í þá veru.

   • Fyrigefðu sjálfur, ég hefði kannski frekar átt að segja að VA væri eini skólinn sem var nefndur þarna á gagnrýninn hátt.Þar sem þú segir að maður eigi að kynna sér mál áður en maður fullyrðir nokkuð, þá finnst mér það vanta hjá þér í fyrsta pistli þínum. Þar er ekki hægt að skilja þig öðruvísi en að busavígsla VA hafi verið ofbeldisfull og busum misþyrmt. Hvað hefur þú fyrir þér í því? Mér finnst að þú eigir ekki að segja að fólk sé sadistar án þess að kynna þér málið. Hvort ég sé sammála þér um busanir eða ekki kemur hvergi fram. En annars var þetta bara mín skoðun.

   • Ef þú LEST pistilinn, sérðu hvað ég hef fyrir mér í umfjöllun og túlkun. Vitnað er í Austurgluggann og meðfylgjandi myndir með grein þar. Sá sem heimtar að fá að pína aðra og niðurlægja, er og verður sadisti. Ég get ekki annað en hvatt þig til að kynna þér málflutninginn hérna ef þú vilt taka þátt í þessum umræðuhala. Annars er þessi umræða komin í pattstöðu. Þú hefur þína skoðun og ég mína. Það er líka ágætt.

 15. „Ég votta þér samúð með ógeðslega busun, sem þér fannst líka skemmtileg. Þetta er undarleg þversögn. “Allir skemmtu sér vel.” Merkilegt“

  Þú ert ekki beittur hnífur ef þú skilur ekki að þetta getur farið saman, greinilega aldrei verið busaður. Og ég er ekki sammála um að þú getur bara haft þessa skoðun þegar að þú hefur ekkert fyrir þér í henni, þú getur EKKERT sett út á busunina í VA vegna þess að hún fer fullkomlega eðlilega fram.

  Mér finnst 5+5 vera 12, það er mín skoðun, ef þú er ósammála þá er það þín skoðun. Þú getur ekki ákveðið það hvor okkar hefur rétt fyrir sér. Þetta er svipað dæmi. Það er svipað að tala við þig og tóman skókassa, skil ekki hvað fólk er að sóa tímanum sínum á þessaari síðu þinni..

 16. Bakvísun: Ofbeldismenningin « Málbeinið

 17. Bakvísun: Misþyrmingar í íþróttum | Málbeinið

 18. Bakvísun: Viðurkennd og samþykkt niðurlæging | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.