Niðurlægingarþörfin

Í gær vitnaði ég í frétt Austurgluggans um „busavígslu“ í Verkmenntaskóla Austurlands.  Í afar löngum athugasemdahala má sjá að ekki voru allir jafn hrifnir af áliti mínu og sögðu það umbúðalaust. Það er ágætt því um þetta eru ekki allir sammála og gott að fá fram skoðanir, einkum þeirra sem hafa velþóknan á því ofbeldi sem fylgir inntöku nýnema í framhaldsskólasamfélagið.

Þrátt fyrir fullyrðingar um að busunum þætti gaman að láta busa sig og vildu helst ekki sleppa við það, hef ég, eftir óformlega könnun, enn ekki fundið neinn fullorðinn sem hafði gaman af sínu inntökuofbeldi. Það þarf sterk busabein til að neita að taka þátt í busavígslu og enginn vill eiga einelti á hættu á fyrsta árinu sínu í framhaldsskóla. Mig grunar að margir harki af sér og láti þetta yfir sig ganga.

Á vef RÚV er fjallað um busavígslur í FA. Þar er þessi athyglisverða klausa:

„Einhverjum eldri bekkinga sem horfðu á þótti busarnir samt sleppa „billega“ frá þessari eldskírn. „Þau sleppa allt of vel, það er bara þannig. Þetta er busun, þú átt að vera niðurlægður og þetta er ógeðslega gaman en þetta a samt líka að vera geðveigt hart,“ sögðu eldribekkingar og töldu það part af því að vera í menntaskóla að niðurlægja busana. „Þetta er bara innvígslan þín,“ sögðu eldribekkingar.“

Hér er skemmtilegt myndband frá FNV:

Á vef MK stendur þetta: „Á mánudaginn er busavígsla í MK með tilheyrandi húllumhæi. Best er að skilja fartölvur eftir heima og koma í fötum sem þola margvíslegt hnjask, slettur og sull.“

Ég hef engu við þetta að bæta.

Auglýsingar

11 athugasemdir við “Niðurlægingarþörfin

  1. Hvernig í ósköpunum færðu það alltaf út að þetta sé ofbeldi? Þau eru ekki neidd í þetta og svo voru busavígslur mikið verri fyrir nokkrum árum og því ekki furða að ekki nokkur fullorðin vilji halda í þennan sið, en þú verður að spurja þá sem hafa nýlega gengið í gegnum þetta því nú eru busavígslur mikið vægari heldur en fullorðið fólk fór í á sínum tíma!

      • Ég er búinn að horfa á þetta blessaða myndband og það er nú bara ekkert að þessu myndbandi. Get ekki séð neitt ofbeldi í því að renna sér niður brekku á meðan vatni er sprautað yfir mann og borða smá grænan búðing úr ýmiskonar gumsi. Svo er ég margoft búinn að segja að busanir hafa orðið vægari í gegnum árin!

    • Það er nú ekkert að þessu! Það er nú ekki verið að gera mikið við krakkana, labba í röð, öskra á þau, sprauta á þau vatni og láta þau vera með bleyju. Þvílíkt ofbeldi maður minn lifandi, þetta stuðlar kannski að því að krakkarnir verið ekki aumingjar. Er það stefna þín að gera íslendinga að allgerum aumingjum eða? Það er á góðri leið ef þau þurfa ekki að ganga í gegnum smá erfiðleika.

  2. Nei ég á ekki börn en ég get sagt þér það að ég var alinn upp í sveit og þar þýddi sko ekkert að vera með neitt vol og aumingjaskap, maður var ekki beittur ofbeldi en maður var ekkert látinn komast upp með það að vera letingi og aumingi, þar var ekkert verið að vesenast með sótthreinsispritt og einnota hanska, því er ónæmiskerfi mitt töluvert sterkara heldur en krakka nú til dags. og ekki var settur plástur á hverja einustu skeinu og ég tel mig nú vera töluvert betur búinn undir lífið en þessa krakka sem nú eru að hefja sína skólagöngu! En hvernig er það átt þú börn? Hvernig væri svo að tala um það busun en ekki barneignir og eitthvað annað?

    • Ég myndi ekki taka því athugasemdalaust ef farið væri svona með börnin mín við upphaf skólagöngu. Mér sýnist ljóst að himinn og haf er á milli viðhorfa okkar. Um það getum við væntanlega verið sammála.

  3. Það var svipað viðhorf í gangi á Breiðuvík hérna um árið. Aðeins að herða þessa krakka svo að þeir yrðu ekki að aumingjum. Við vitum hvernig það endaði.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.