Innsetningin

image Þegar við áttum heima í sveitinni, byggðum við krakkarnir okkur kofa á hverju vori og fylgdi stærð þeirra þroska okkar og hugmyndaflugi. Enn er rómaður tveggja hæða kofinn, sem þótti mikið mannvirki, enda höfðum við komist yfir bárujárn og gamla girðingarstaura í burðarvirkið. Sá kofi brann. Grunur leikur á íkveikju.

Síðasta kofasumarið þóttist ég of góður til að reisa kofa með yngri systkinum mínum og reisti mér einbýliskofa skammt frá þeim með fjórum herbergjum. Sá kofi var úr áburðarpokum strengdum á ramma sem voru festir saman með snæri og/eða nöglum. Þessi textílkofi var svo langt á undan sinni samtíð að elstu menn muna ekki annað eins. En á listasafnsheimsókn okkar í dag rákumst við á íbúð sem er gerð eftir sömu aðferð og textílkofinn minn forðum daga. Þarna er allt prjónað eða ofið og allt er svo eðlilegt að á salerni hússins rákumst við á mann að nota skálina.

Við héldum að þetta væri innsetning og tókum myndir. Svo leit maðurinn á okkur og við hrökkluðumst út. Hann sturtaði ekki niður.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.