Íþróttamenn ársins

Mbl. bendir á þennan sögulega viðburð sem felst í því að eignast Ólympíumeistara og heimsmeistara sama daginn. Svo heppilega vill til að báðar greinarnar eru innan ÍSÍ og því koma þeir Jón Margeir sundkappi og Júlían lyftingakappi báðir til greina í kjöri boltaíþróttafréttamanna um íþróttamann ársins.  Feitletrunin er eingöngu af stráksskap mínum, enda liggur spá mín um næsta handhafa eldhússkollsins fyrir. Það verður Gylfi Sigurðsson, án tillits til frammistöðu hans innan vallar eða utan.  Annar heimsmeistaratitill Annie Mist í krossfittinu skilar henni kannski á topp 20 en þar verða  boltakarlar fyrirferðarmiklir ef að líkum lætur, án tillits til frammistöðu karlalandsliðsins sem er núna í 130. sæti á FIFA-listanum og á hraðri niðurleið, enda skilar einn sigur á Færeyingum ekki mörgum stigum. Umfjöllunin um knattspyrnuna er annars í öfugu hlutfalli við velgengnina.

Að öllu gamni slepptu, þá verðskuldar Jón Margeir fálkaorðu, svona til að byrja með, ekki síst vegna þess að handboltalandslið karla fékk sínar orður fyrir 2. sætið í Beijing og þurfti ekki formsatriði til að keyra þá athöfn í gegn. Þar að auki má hann gjarna fá eldhúskollinn, bara af því hann á það skilið.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Íþróttamenn ársins

 1. Gylfi hefur staðið sig mjög vel þó svo að ég sé sammála því að boltaíþróttirnar fái alltof mikla athygli þegar kemur að þessum verðlaunum.

 2. Og hún Annie mist á ekki séns þar sem hún keppir í einhverju sem ÍSÍ viðurkennir ekki sem íþrótt. Verður því ekkert á top 20 þrátt fyrir að eiga það skilið.

 3. Það er nú bara einu sinni þannig að boltaíþróttirnar og þá sér í lagi fótbolti eru bara mun vinsælli en fólk að lyfta lóðum eða gera armbeygjur, það koma tug þúsundir manna í hverri viku að horfa afreksmenn í boltaíþróttum á meðan það gerist ekki fyrir þá sem stunda að lyfta lóðum.

 4. http://fotbolti.net/fullStory.php?id=132849

  Kalla 12 sæta hækkun nú bara alveg ágætt. Svo geta þeir staðið sig vel með félagsliðum sínum.

  Annie Mist er svo, eins og Stefán bendir á, ekki innan ÍSÍ. Ég skil vel að fólk vilji sjá hana sem íþróttamann ársins, en svoa eru bara reglurnar og hafa verið lengi. Þær voru ekki settar sérstaklega til að klekkja á Annie, já eða konum.

  Svo man ég ekki alveg hvernig þetta er með kraftlyftingamenn. Íþróttafólk verður í það minnsta að fara reglulega í lyfjapróf til að geta verið innan ÍSÍ, og það hefur verið ef ég man rétt ansi erfitt á stundum að fá menn í þessari íþróttagrein til þess. Ég ætla þó ekki að gefa mér að Júlían sé endilega einn af þeim.

  Hvað viðkemur Jóni Margeir, er það alveg rétt að árangur hans var glæsilegur. Það er aftur á móti svo erfitt að meta svona afrek fatlaðra á sama grundvelli og þeirra sem eru það ekki. Það er ekki verið að gera lítið og afrekinu. Það er frábært. Staðreyndin er hins vegar sú að það til að mynda keppt í 14 flokkum í sundi (hægt að sjá skiptinguna hér -> http://www.guardian.co.uk/sport/2012/aug/31/paralympic-games-guide-classifications ).

  Sem þýðir að í 200 m. skriðsundi voru 4 gullverðlaunahafar. Á hinum Ólympíuleikunum var aðeins 1 gullverðlaunahafi í 200 m. skriðsundi. Bara sem dæmi.

  Tökum annan samanburð. Flokkurinn sem Jón Margeir keppir í kallast S14. Í honum hófu 19 sundmenn keppni í 200 m. skriðsundi (http://www.london2012.com/paralympics/swimming/event/men-200m-freestyle-s14/phase=swm146900/index.html).

  Á Ólympíuleikunum voru skráðir 41 sundmaður til leiks í 200 metra skriðsund, en reyndar stakk einn af þeim sér ekki til sunds á endanum. (http://www.london2012.com/swimming/event/men-200m-freestyle/phase=swm012900/index.html)

  Það er þannig erfitt að bera þetta að fullu saman. Það er ekki þar með sagt að árangur sé ekki afrek, og að mínu mati mætti Jón Margeir svo sannarlega fá fálkaorðu fyrir hann.

  Ég skil reyndar ekki þá þörf málbeinsins að skíta yfir annað íþróttafólk til að koma skoðun sinni á framfæri.

  Ég hefði til dæmis frekar bent á nokkur stykki af útrásarvíkingum sem hefðu fengið fálkaorðu, en á Handboltalandsliðið okkar.

 5. Nokkur atriði:
  1. Annie Mist tilheyrir Lyftingasambandi Íslands og er því gjaldgeng í kjörinu.
  2. Ég skil mætavel að oft er erfitt að meta afrek eins og þú lýsir.
  3. Ég hef, mér vitanlega, ekki skitið yfir annað íþróttafólk til að koma skoðun minni á framfæri. Það er alrangt og í anda keppnisíþrótta vil ég að allir séu metnir að verðleikum og eftir afrekum sínum á Evrópu-og heimsvísu. Gagnrýni mín, sem lesa má í mörgum færslum hér, beinist fyrst og fremst að fyrirkomulagi valsins og ofuráherslu á boltaíþróttamenn, sem eiga allt gott skilið, en ekki á kostnað annarra sem vinna álíka góð eða betri afrek. Valið endurspeglar sömuleiðis áherslu íþróttafréttamanna í fréttaflutningi sem oft hefur sætt gagnrýni fyrir rörsýni. Of langt mál er að rekja það hér en ég vísa á aðrar færslur mínar. Þær er hægt að finna með Gúglleit eða leitarkerfi síðunnar.
  4.Bestu þakkir fyrir ítarlegt framlag þitt til umræðunnar og málefnalegt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s