Hvorki dýrt né flókið!

„Samkvæmt upplýsingum frá RÚV hefur komið til skoðunar að texta fréttaútsendingar. Það hefur enn ekki verið gert enda kostnaðarsamt og tæknilega flókið.“

Þetta kemur fram í kröfu félags heyrnarskertra en á 75 ára afmæli félagsins Heyrnarhjálpar er aðalkrafa þess að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. Allt sem er ekki í beinni útsendingu er textað, en fréttatímar sjónvarpsstöðvanna verða útundan.  Þó er undantekning gerð þegar frétt er talin sérstaklega höfða til heyrnarlausra. Þá birtist texti á skjánum, því að mati RÚV hefur heyrnarlaust fólk bara áhuga á fréttum sem tengjast heyrnarleysi á einhvern hátt.

Vegna ofangreindra ummæla er komið að árlegri færslu minni um textun sjónvarpsfrétta. Ég færði þetta fyrst í tal árið 2004 og get alveg endurtekið þetta einu sinni enn. Þetta er hvorki dýrt né flókið.

“Þegar fréttastofan var á Laugaveginum kom þetta mál (skjátextun fréttatímans) stundum til umræðu. Ég lýsti því þá og endurtek núna að það er afar fyrirhafnarlítið að skjátexta fréttatímann. Allir fréttamenn skrifa fréttahandrit. Þau eru til í tölvukerfi fréttastofunnar. Það þarf aðeins að taka hverja frétt, búta handritið niður í skjátexta og senda þá út í myndstjórninni meðan á fréttaútsendingu stendur. Allar erlendar fréttir voru sendar svona út. Það þarf aðeins einn starfsmann sem situr og ýtir á tvo takka. Texti inn-texti út. Flókið? Nei. Ég bauðst stundum til þess niðri á Laugavegi þegar lítið var í erlendum fréttum og tíminn var drepinn við annað. Ég veit að það hefði tekið um það bil hálftíma að gera allar fréttirnar tilbúnar til útsendingar. Það var einfalt þá og er sjálfsagt enn einfaldara núna því tækin ku vera fullkomnari í Efstaleitinu. Fólk tók þessum hugmyndum fálega þá enda sjálfsagt stórhættulegt fyrir RÚV að sýna að þetta sé hægt, því þá fara heyrnarlausir að gera kröfur um skjátextun fréttatímans.
Hvað kostar þetta? Fréttaþýðandinn fær 10 þúsund fyrir hvern fréttatíma. Þegar lítið er að gera, getur hann bætt þessu á sig. Þegar mikið er að gera, þarf annan. Ef gert er ráð fyrir einum manni, 365 daga á ári, þá er dæmið einfalt. 3,65 milljónir. Er þetta dýrt? “

 

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Hvorki dýrt né flókið!

  1. Þetta getur líka gagnast fólki sem hefur ekki íslensku sem móðurmál en vill fylgjast með hvað er að gerast í þjóðfélaginu.
    Ég nota oft enskan texta á myndum og sjónvarpsefni til að skilja betur talað mál og læra betur ensku í leiðinni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s