Rukkum fyrir vitleysuna

Sú var tíðin að hér á bæ var þokkalega klofhá jeppabifreið á ofvöxnum dekkjum sem eigandinn gortaði af að kæmist flestar leiðir og skipti þá meint ófærð ekki máli. Að sumarlagi reyndi lítið á þessar fullyrðingar því þá var aðallega farið um fjallavegi sem voru meinlitlir, en í janúar fyrir rúmum tíu árum kom oflætið mér í koll.

Þá var ferðinni heitið að Laugarvatni til að sækja sófaræfil. Honum var stungið í skottið, bundið fyrir til öryggis og þrátt fyrir að snjóað hefði þokkalega í viku, heimtaði ég að fara yfir Lyngdalsheiðina því jeppinn færi létt með að hendast yfir nokkra skafla. Ég hafði hlaupið þessa leið nokkrum sinnum að sumarlagi og vildi gjarna stytta mér leið. Farið var að skyggja þegar við lögðum af stað og lengi vel gekk sæmilega. Efst uppi á heiðinni tók bíllinn niðri á klakabörðum skafli og sat fastur. Ekkert gekk að losa hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og loks var gefist upp og hringt til Laugarvatns eftir hjálp. Hún var auðfengin.

Tveir menn á tröllstórum bíl komu og lóðsuðu okkur til byggða með hjálp dráttartaugar. Við þökkuðum innilega fyrir okkur, borguðum þeim fyrir bensín og vinnu, tókum ekki annað í mál og ókum heim á láglendinu með góða samvisku.

Í þessari frétt segir frá ferðalagi björgunarsveitarmanna til að sækja fólk í jeppa sem situr þar fastur í forarvilpu. „Þetta er í fimmta skipti á fjórum dögum sem björgunarsveitin er kölluð út til að sækja vegfarendur á Kaldadal sem virt hafa að vettugi skilti þar sem segir að vegurinn sé lokaður.“

Þeir sem fara sér svona viljandi að voða og finnst ekkert sjálfsagðara en að hringja  í björgunarsveit og láta sækja sig ókeypis, eiga að fá hæfilegar skammir og reikning fyrir útlögðum kostnaði.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Rukkum fyrir vitleysuna

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s