Ofbeldismenningin

Fyrir rúmum mánuði skrifaði ég þetta um ofbeldi og niðurlægingu svonefndra busavígslna og uppskar lengsta athugasemdahalann fyrr og síðar, einkum fyrir tilstuðlan þeirra sem sjá ekkert nema gaman og gleði, skemmtun, ómissandi upplifun og annað þvíumlíkt í því að beita aðra ofbeldi, niðurlægja og smána í skjóli hefða.

DV hefur síðan birt margar eineltissögur sem eiga það sameiginlegt að fórnarlömbin stíga fram og segja frá, þar sem aðrar leiðir hafa ekki dugað þeim. Í blaði dagsins er þessi úrklippa. Hún er ákaflega fróðleg. Því miður sýnir skjáskotið ekki alla greinina.

Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið og þessi frásögn úr Hagaskóla sýnir að ekki er nóg að afleggja busaofbeldið í framhaldsskólunum, heldur þarf að byrja neðar. Aðferðir Hagskælinga eru gamalkunnar, refsingarnar fara fram utan skólalóðar þar sem skólareglur gilda ekki.  „Svona hefur þetta verið í mörg ár og alltaf sagt að það sé verið að vinna í þessu en staðreyndin er sú að yngri krakkarnir eru bara hræddir.“

Hafa ber í huga að Hagaskóli hefur fengið verðlaun fyrir átak í eineltismálum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.