Okkar kona í Kona!

“Swim 2.4 miles! Bike 112 miles! Run 26.2 miles! Brag for the rest of your life!”

Þessi fleygu orð stóðu í keppnislýsingu fyrir fyrstu Ironman-keppnina sem fór fram á Havaí 1978. Fyrir fylgismenn metrakerfisins eru þetta 3.8km sjósund, 180 km á hjóli og síðan tekur við maraþon. Hver áfangi fyrir sig er ærin þrekraun enda geta þau sem ljúka þessari keppni verið ánægð með sig.

34 árum síðar er keppni þessi enn þreytt í Kona á Havaí, kallast heimsmeistaramót í Ironman og komast færri að en vilja. Flestir vinna sér inn þátttökurétt með því að ná verðlaunasæti í Ironman-keppnum  á undangengnu ári og það gerði fulltrúi okkar Íslendinga sem í ár er Ásdís Kristjánsdóttir en hún æfir og keppir með 3SH, þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar. Ásamt 1800 körlum og konum verður hún ræst kl. 17.00 á laugardaginn að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með keppninni á ironman.com, bæði í textalýsingu og beinni myndsendingu á netinu.

Þríþrautarfólk æfir meira en aðrir íþróttamenn og algengt er að æfingavikan fari yfir 20 klukkustundir. Þetta gera flestir með fullri vinnu. Ásdís hefur lagt mikið undir, farið í æfingabúðir í Danmörku og Ísrael og mætir afar vel undirbúin til leiks. Félagar hennar í 3SH hefja aðalfund sinn um það leyti sem hún verður hálfnuð á hjólaleggnum og ætla að fylgjast með henni þar til markinu er náð. Þetta verður erfið keppni í miklum hita og ekki bætir úr skák að oft er hávaðarok á hjólaleiðinni.  Margir ná ekki að ljúka innan tímamarka, sem eru 17 klukkustundir.

Um 30 Íslendingar hafa lokið keppni í Ironman og kalla sig því járnbræður og járnsystur.  Íslandsmetin í karla-og kvennaflokki eru 9:24:46 og 9:24:31. Karlametið á Steinn Jóhannsson, sett í Köln 2010. Kvennametið á Karen Axelsdóttir, sett í Austurríki 2011 og hún keppti í Kona í fyrra en náði ekki að klára vegna veikinda. Við sem heima sitjum höfum fulla trú á að Ásdís Kristjánsdóttir verði fyrst Íslendinga til að ljúka keppni á þessu heimsmeistaramóti þríþrautarfólks. Komaso!

Ein athugasemd við “Okkar kona í Kona!

  1. Bakvísun: Nýtt Íslandsmet og sæti á heimsmeistaramóti | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.