Notum tippið!

Ég veit að þetta er auglýsing. Hún á að vera fyndin. En tilefni þessarar færslu er að barnabörnin mín sáu hana og vildu fá skýringu. Ég dró seiminn og fór að tala um köttinn í stað þess að kryfja kvikindið til mergjar. Nú verður þögnin rofin.
Þessi auglýsing er oft sýnd með íþróttaþáttum og er sjálfsagt ætluð körlum, sem samkvæmt klisjunni eiga ekki að geta gert tvennt í einu. Lausnin er auðvitað að nota tippið. Í þessari auglýsingaröð beitir ungur maður tippi sínu á hárþurrku, fer fimlega með pönnukökupönnu, tínir upp í sig poppkorn, flettir blaði, skrifar á tölvu og leikur borðtennis. Hún er hluti af fávitavæðingu ungra karlmanna og sæmir vart að hossa þeim heimskum gikkjum sem bjuggu þetta til. En svo má heldur ekki gleyma að þetta er GRÍN og það er ljótt að kryfja froskinn og drepa brandarann. Ég skammast mín næstum.

Ég hef því ákveðið að vera jákvæður, taka undir þetta framtak og leggja til fleiri verk sem tippfimir karlmenn geta unnið á heimili, sitjandi eða standandi að gera eitthvað annað með höndunum á meðan. Möguleikarnir eru miklir. Notum tippið!

1. Bursta tennur í ungu barni meðan eigin tennur eru burstaðar.
2. Klappa kettinum og prjóna peysu á meðan.
3. Þurrka bletti af eldhússkápum meðan strokið er af borðum.
4. Opna bílhurðina meðan skafið er af framrúðunni.
5. Þurrka tár af hvarmi meðan stillt er til friðar hjá ódælum börnum.
6. Nota fjarstýringuna meðan farið er höndum um maka sinn.
7. Opna bjórdós/bjórflösku meðan maður slafrar í sig lekri rækjusamloku.
8. …… (ritskoðað).
9. Greiða atkvæði í kjörklefa og senda SMS á meðan.

Síðast þegar ég hugsaði örlítið út fyrir rammann var ég sakaður um óeðli á vandaðri netsíðu. Þessi færsla hækkar mig varla í áliti þar.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Notum tippið!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.