Að hjóla í fólk

Þessar fyrirsagnir voru saman á Fréttagáttinni í gærkvöldi og tengjast frekar skemmtilega. Fyrst hjólar Ragnar í Bjarna. Síðan hjólar Brynjar í Ragnar. Ef almennar Einbjarnar og Tvíbjarnarreglur eiga að gilda, þarf einhver að taka að sér að hjóla í Brynjar sem hjólaði í Ragnar sem hjólaði í Bjarna.

Tískuorð fjölmiðlanna í ár er „að hjóla í„.  Ég veit ekki hver byrjaði á þessu eða hvenær, en síðan hafa allir apað þetta eftir. Þetta er ekki gúgultransleit hálfsofandi Sumarliða á Mogganum eða Fréttablaðinu, eins og aðrir orðaleppar sem gera frásagnir flatar og tilþrifalitlar.

Ég bjó til fésbókaralbúm í gærkvöldi með helstu hjólafyrirsögnunum og var fljótur að því. Undanfarið hef ég líka skemmt mér við að spyrja í athugasemdum við svona fréttir um gerð hjólsins sem viðkomandi maður var á. Fyrir áhugafólk um hjólreiðar er það tvímælalaust mikið atriði. Þar fyrir utan er þetta bara orðhengilsháttur minn.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Að hjóla í fólk

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.