Hver er ábyrgur?

Stormurinn í tebolla alnetsins í gærkvöldi átti upptök sín í þessari frétt um Menntaskólann á Akureyri.  Það er auðvitað óþarfa smættun að   tala um storm og bolla en svo gæti farið að þetta mál verði gleymt upp úr hádegi í dag. Ég vona að svo verði ekki. Þetta mál bætist í safnið þar sem fyrir eru myndbönd MS, auglýsingar FG og karlakvöld VMA.  Þeir sem fylgjast með umræðum á netinu, sjá tenginguna.

Viðbrögð þeirra sem verða fyrir gagnrýninni eru flest á sama veg. Þeim þykir málið uppblásið og ýkt, ekki koma neinum við nema nemendum viðkomandi skóla og eigi ekkert erindi út fyrir veggi skólans. Í þessum tiltekna stormi á Akureyri eru ritstjóra Akureyri-vikublað ekki vandaðar kveðjurnar fyrir það eitt að endurbirta fréttina af vef emmafrettir.com og efast er um heilindi höfunda. Reiði þeirra sem verja þessa uppákomu, beinist helst að þeim sem voga sér að hafa skoðun á henni og segja hana upphátt. Það segir sína sögu að þeir sem rætt er við í fréttinni, vildu ekki koma fram undir nafni. Það þarf sterk bein til að gagnrýna það sem á að vera skemmtilegt, fyndið og að allra skapi. Þeir sem skrifuðu fréttina á emmafrettir.com, eiga varla sjö dagana sæla, ef þessi hópur fær að ráða.

Lokaorð greinarinnar á emmafrettir.com vekja athygli:

„Leikmenn kvennaliðanna voru mjög ósáttar við framkomuna og ofbauð framkoman. „allar stelpur, leikmenn og áhorfendur hefðu átt að ganga út úr höllinni,“ er haft eftir íþróttakennara MA að lokum.“

Eineltisdagurinn er nýafstaðinn. Undanfarið hafa þolendur eineltis komið fram og boðið kvölurum sínum birginn. Þeir sem áður voru kúgaðir, hafa fengið nóg. Þessi lausn íþróttakennarans er í hróplegu ósamræmi við það sem eineltisdagurinn á að kenna fólki. Það er frekar ódýrt að segja fólki að forða sér, gefast upp og láta ruddana ráða. Það er ekki nóg að helga dag þessu þráláta vandamáli sem leysist aldrei ef viðbrögðin eru á þennan veg.  Þá breytist aldrei neitt. Þarna áttu kennarar á staðnum að bregðast við. Stundum verður að hafa vit fyrir börnum.

Í þessu tilfelli var ruddinn bara einn. Með hljóðnema. Það er fljótlegast og áhrifaríkast að taka hljóðnemann af honum og henda honum út.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Hver er ábyrgur?

  1. Þessu svari stjórnarmanns í íþróttafélagi MA er rétt að halda til haga: Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:
    Það er eitt sem þarf að vera alveg ljóst í þessu máli. Núna tala ég sem meðlimur í stjórn Íþróttafélags Menntaskólans á Akureyri og þessi frétt er stórlega ýkt. Hún er nálægt því að vera bara misskilningur. Upphaflega fréttin sem birtist á emmafrettir.com er gerð af unglingum í fjölmiðlafræðiáfanga og er varla traust heimild. Í fréttinni er þessu líkt eins og þvílík umræða hafi skapast meðal áhorfenda á meðan á fótboltamótinu á ummælum Tómasar og eins og stórum hluta fólks hafi verið misboðið. Það tók hreinlega enginn eftir neinni óánægju meðal áhorfenda, leikmanna eða kennara. Kennararnir stóðu nánast við hliðina á Tómasi á meðan hann lét þessi orð út úr sér. Mest af því sem Tómas lét út úr sér var ekki nálægt því að vera kvenfyrirlitning en mjög lítill hluti var óviðeigandi. Hann skeit seint upp á bak. Ástæðan fyrir því að hann baðst ekki afsökunar fyrr en þetta varð að plágu á netinu er að engum datt í hug að þetta væri eitthvað mál. Það sagði enginn neitt. Enginn kennari kom með einhverja alvarlega athugasemd. Það datt engum í hug að þörf yrði á afsökunarbeiðni. Þetta var grín á Íþróttadegi í skólanum. Hvað kemur þetta ykkur við? Þetta hefði verið hægt að leysa með nokkrum orðum milli skólastjórnenda og Tómasar. Hann hefði umsvifalaust beðist afsökunar og séð eftir þeim slæmu orðum sem hann lét falla. Þess má einnig geta að við félagarnir notum orðið skonsur ekki í neikvæðri merkingu heldur skiptum við því einfaldlega út fyrir orðið skvísur í mörgum tilfellum. Ég hafði að minnsta kosti ekki hugmynd að þetta orð hefði neikvæða merkingu fyrr en núna í kvöld. Þetta mál hefði aldrei átt að rata hingað inn því þetta er bara uppblásið og kemur alþjóð bara ekkert við. Hvað er að ykkur?

  2. Í ljósi þessarar athugasemdar Bjarts virðist sem fréttin sé úr lausu lofti gripin: Það hafi alls ekkert gerst, og engum verið misboðið öðrum en einhverju smámunasömu fólki á internetinu. Frásögnin af hegðun piltsins sé stórlega ýkt og færð úr stað. Hann hafi ekkert gert eða sagt sem gæti flokkast sem kvenfyrirlitning og stúlkum sem voru viðstaddar ekki verið misboðið.

    Það getur verið að það sé rétt. En ef svo er þurfa þeir sem standa að síðunni sem sagði frá atburðinum að stíga fram og biðjast afsökunar og draga umfjöllun sína til baka. Að hluta eða öllu leyti.

    Fyrst þetta mál varð að fjölmiðlamáli er ekki nema eðlileg krafa að það komist á hreint hvað drengurinn sagði og hvort lýsingin af því sé röng eða ekki.

    • Í ljósi vitnisburða annarra sem þarna voru, ummæla kennara og fleiri, sem og afsökunarbeiðni „þularins“ virðist vera innistæða fyrir frétt emmafrettir.com

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s