Heyr mitt grófasta grín….

Fyrir mörgum árum var vinsælt að fá ónefndan hafnfirskan skemmtikraft til að koma fram á árshátíðum og fara með gamanmál. Á slíkum samkomum skiptir öllu að ná salnum með sér, eins og það er kallað, hita fólk upp og enda á bestu hláturbombunum. Þetta er ákveðin kúnst og eins gott að viðstaddir hafi ekki fengið sér of mikið í annan fótinn, því þá taka þeir svo virkan þátt í skemmtiatriðunum að þau heyrast ekki.  Ég hef verið á svona árshátíðum og á góðar minningar frá þeim flestum.  En það er önnur saga. Þessi gerist í Hafnarfirði þar sem fjölmennur vinnustaður fagnaði og gerði vel við sig í mat og drykk. Aðalskemmtiatriðið var gamanmál milli aðalréttar og eftirréttar.

Okkar maður byrjaði ágætlega við léttan hláturklið, kryddaðan smjatti á lambalæri og purusteik með villisveppasósu, hugsanlega brúnuðum kartöflum og maís  og ég er viss um að valdorfsalatið hefur verið á kantinum. (Muna að hætta þessum útúrdúrum). Þá eins og nú kunnu margir að meta létta tvíræðni og okkar maður reri því á þau mið og fiskaði eitthvað en vildi meiri hlátur í salinn og bætti í grínið.  Það hafði ekki tilætluð áhrif en hann hélt ótrauður áfram, vitnaði óspart í líffæraheiti og var undir lokin kominn á það stig að myndskreytingar voru óþarfar og óbragð komið að sósunni. Þá var fólk löngu hætt að hlæja, þögnin orðin óþægileg og okkar maður fékk hjáróma klapp að skilnaði.

Það er gott að kunna að hætta á réttum tíma, áður en grínið snýst upp í andhverfu sína, verður þreytt og ófyndið, jafnvel svo gróft að  flestu fólki ofbýður.  Nýjasta uppátækið á sjónvarpsmarkaðnum bendir til þess að þar eigi sumir langt í land. Þetta hefur sjálfsagt þótt fyndið á lítilli útvarpsstöð með takmarkaða hlustun. Nú finnur maður bara óbragðið af sósunni.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s