Sigríður Andersen sýnir klærnar -spennandi tímar framundan!

„Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill fá að vita hvaða prestar hafa annast guðsþjónustur þær sem útvarpað er í Ríkisútvarpinu á sunnudagsmorgnum. Þá vill hún vita hversu oft þessir prestar hafa talað.

Sigríður hefur lagt inn fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi þess efnis. Einnig vill hún að ráðherra svarið í hvaða þáttum RÚV, bæði útvarps og sjónvarps, hafi sérstaklega verið fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave í mars 2010 hins vegar.

Sigríður fer fram á að ráðherra svari hverjir stýrðu hverjum þætti um sig og hverjir viðmælendur þeirra voru. Einnig fer hún fram á að upplýst verði um hversu lengi hver umræða stóð.“

Sjaldan hefur varaþingmaður komið sterkar inn á Alþingi en Sigríður Andersen. Snjallir boltaþjálfarar eru þekktir fyrir glúrnar skiptingar undir lok leiksins og Sigríður hefur sannað sig með þessum glæsimörkum, svo maður haldi sig við íþróttalýsingar. Formaður fokksins fær prik fyrir þetta.

Traustar heimildir herma að fyrirspurnunum hafi þegar verið vísað til dagskrárdeildar RÚV þar sem starfsmenn verða án efa varla dagstund að fletta þessu lítilræði upp, enda er dagskráin talin gúgltæk. Ég dreg ekki í efa að Sigríður eflist mjög við snör svör og fylgi þeim eftir með knýjandi spurningum sem enginn hefur þorað að spyrja til þessa, en þar sem Sigríður fer ekki  með löndum í málflutningi sínum og þingmennsku, er gósentíð í vændum.  Ég fagna þessu framtaki og vil gauka að Sigríði nokkrum brýnum málum sem rétt er að kasta í Efstaleitið.

Hversu oft eru bjúgu með pakkamús í mötuneyti RÚV, hverjir borða þau oftast og með hverjum sitja þeir til borðs?

Hve margar pólitískar spurningar hafa verið í Gettu betur og hvernig skiptast þær á milli dómara undanfarin 20 ár?

Hversu oft hefur Páll Magnússon lesið fréttir á virkum dögum og hvaða fréttastjórar voru á vakt hverju sinni? 

Af nógu er að taka. Ég mótmæli harðlega framkominni gagnrýni á þessar fyrirspurnir og hvet fólk til að styðja Sigríði til frekari dáða á þessu sviði.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.