Sleikrím

Í dag á Jónas afmæli og þá þýðir ekkert annað en að fara í sleik við íslenska tungu. Bók dagsins er auðvitað Ð eftir Stefán Pálsson, ævisaga þessa séríslenska stafs. Meðan ég synti með félögum mínum í morgun og þurfti ekki að telja ferðirnar, var einboðið að glíma við bragarhætti. Afraksturinn er þessi vísa sem getur verið venjuleg ferskeytla, stikluvik eða fimmskeytla.  Jónas okkar daga myndi kunna að meta síðastnefnda háttinn og því er hann birtingarformið. Lesendur geta skemmt sér við að finna hina.

Fegurð hefur letri léð
línu þessa tókum.
Stafnum okkar stöndum með.
Stefán gerði bók um
ð.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Sleikrím

  1. Illa er vegið að hinum raunverulegu höfundum bókarinnar um ð með því að nefna aðeins Stefán Pálsson. Um er að ræða rannsóknir fjögurra grafískra hönnuða á stafnum. Þeir fengu svo Stefán til þess að sameina rannsóknirnar.

    Stefán hefur því sjálfur ekkert rannsakað ð, heldur aðens tekið upp texta úr umræddum fjórum rannsóknum. Er hann þá höfundur bókarinnar? Vafalaust, en ekki sá eini.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s