Stjáni grái

Stjáni grái eða Christian Grey er aðalpersónan í bókunum Fimmtíu gráir lampaskermar eða Grámosinn glóir (fyrirgefðu, Thor) eða Grámann í Garðshorni en sá titill er þrunginn aðeins meiri tvíræðni en samnefnt ævintýri. Ef Örn Arnarson væri ofar moldu, hefði hann hugsanlega fjallað um Stjána gráa eins og nafna hans bláa, sem nú hefur líka fengið kynferðislegan undirtón en fræðimenn kalla príapisma Stjána bláa sín á milli, þegar þeir hafa fengið sér í aðra tána. Svo heppilega vill til að vinur vor, dr. Rigor Mortis, kann ósjálfráða skrift og hann náði sambandi við skáldið um daginn. Að vísu var það slitrótt og þeir þurftu nokkrar atrennur við fyrstu vísuna. Elliglöp og slæmur athyglisbrestur auðvelda ekki svona langlínusamtöl.

Hann var alinn upp við fé
eldabuskur lagði á hné
höndin smó í helgust vé
höggin óspart lét í té.

Hann var alinn upp við tól
á afmælum og kringum jól
bundinn var við borð og stól
býr í honum lítið fól.

Hann var alinn upp við dót
utan um sinn miðjufót
Loksins hitti ljúfa snót
og lokkaði á stefnumót.

Þegar lostinn heltók hann
herða þurfti innri mann
sveiflaði og sviðann fann
er svipan fór um líkamann.

….

framhald síðar þegar við Rigor höfum lesið 2. bindi af ævisögu Stjána gráa.

 

4 athugasemdir við “Stjáni grái

    • Rigor Mortis, prófessor emeritus, er heimilisvinur hér. Ég þekkti bræður hans, Livor og Pallor eiginlega bara af afspurn. Dr. Rigor er búsettur í Kanada en kemur árlega til Íslands.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.