Eigindlegt ástand mitt

Ég þarf oft að fletta upp orðum, þótt ég viti merkingu þeirra, en vegna athyglisfrests og almennra utangáttarheilkenna, staðfesti ég það með uppflettingu til að fá ekki skömm í hattinn eftir á. Munurinn á eigindleg og megindleg hefur velkst fyrir sumum en ég vona að hann komi fram í þessari stöku. Birting hennar hér er vegna þess að Villi mágur er ekki á Fésbók. Annars hefði ég látið mér nægja að klína henni þar inn. Um leið hvet ég Villa til að ganga í Súkkerbjörgin og gerast fésbæklaður.

Mæling þessi megindlega
megnar ekki að lýsa því
að núna er ég eigindlega
ekki til að botna í.

2 athugasemdir við “Eigindlegt ástand mitt

  1. Góður! Enda lýsa eigindir flóknu ástandi, s.s. efnis-eigind, eðlis-eigind, erfða-eigind, persónu-eigind, sálar-eigind, skap-eigind, skapgerðar-eigind; aðal-eigind eða megin-eigind? Þessu fletti ég líka upp og skammast mín ekkert fyrir 🙂

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.