Háhæluð pyntingartól

Þessi Pjattrófufrétt vakti athygli mína í dag, einkum vegna fyrirspurnar sem ég fékk þess efnis, hvort ég væri fáanlegur til að setja mig í spor kvenna með því að ganga á háhæluðum skóm niður Laugaveginn, ásamt ýmsum fulltrúum öfgapakksins með heykvíslarnar og kyndlana. Hugmyndin er sem sagt fengin að utan eins og margt gott.

Þarna vöktu kanadískir karlmenn athygli á kynbundnu ofbeldi, sem er auðvitað gott og verðugt málefni. Í fréttinni segir: „Þann 27. september s.l þrömmuðu að minnsta kosti eitt þúsund karlar í Toronto eina mílu (1.5 km) á háum hælum til að vekja kynbræður sína til umhugsunar um ofbeldi sem beinist að konum og afleiðingar þess á alla – ekki bara konur…“

Ég tek ekki þátt í svona vitleysu af eftirtöldum ástæðum:

1.  Ég hef gengið/hlaupið niður brekkur í framþröngum skóm sem styðja vel við tærnar. Svona litu þær út eftir slíka ferð í sumar.

2. Eftir könnun í nærsamfélagi mínu er ljóst að konur eru ekki neyddar til að ganga í háhæluðum skóm. Engin vildi kannast við að það væri þægilegt til lengdar, en það væri flott, bætti upp hæðarfötlun eða skort á lengdarsentimetrum og því væri hægt að leggja þetta á sig eins og eina kvöldstund.

3. Masókismi eða stýrður sársauki er góður í hófi. Ég get alveg þolað sólarhring með tærnar svona, ef ég þykist bera eitthvað úr býtum sem mér þykir eftirsóknarvert. Í þessu tilfelli var það að sigrast á vegalengd. Ég hef lítinn áhuga á að beita mig því ofbeldi sem felst í gönguferð á malbiki á 10 cm hælum, hrasa í hverju skrefi og enda á því að snúa mig á ökkla. Það er engin tilviljun að þriðjungur æfinga fyrir verðandi fegurðardrottningar eru gönguæfingar.

4. Þetta tiltekna „ofbeldi“ er vissulega kynbundið í þeim skilningi að konur leggja þetta á fætur sína. En það er val. Þetta val höfðu konur í Kína forðum daga ekki þegar fætur þeirra voru reyrðir frá unga aldri. Athyglisvert er að sjá hvað fóturinn er skemmtilega fótlaga. Minnir þetta á eitthvað?

Þessi grein um reyrða fætur er allrar athygli verð:..“Chinese women were controlled by their fathers, husbands and sons, by having their feet bound it hindered their freedom as they were unable to travel long or far due to the unbearable pain.“

Á sínum tíma brenndu konur brjóstahaldara. Er ekki röðin komin að rándýrum pyntingartólum tískuiðnaðarins? Þá ættu kyndlarnir að koma að góðum notum.

4 athugasemdir við “Háhæluð pyntingartól

  1. Skóblæti kvenna snýst einkum um að a) punta sig og b) impónera aðrar konur, Körlum er yfirleitt skítsama um það í hvernig skóm konur eru (nema þeim körlum auðvitað sem ekki hafa mikinn áhuga á konum sem slíkum).

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.