Þjóhnappar og þjófapar

Vísur dagsins urðu til eftir áskorun Stefáns Pálssonar sem bað um að þessi orð yrðu notuð í rími vegna fréttar af þjófapari á Vísir.is. Mitt framlag var á þessa leið:

Eins og fram kemur í dómsorðum þarf aðeins annað þeirra að afplána. Þar af leiðir að…
Þennan dóm fær þjófapar
svo þjófnaðinum linni
annars þeirra þjóhnappar
þurfa að sitja inni.

Fimmeyringar um þjóhnappa eru annars nokkrir og í anda þeirra varð næsta vísa til. Ég hef verið heima við í dag með kettinum, vælt í honum um beinverki mína og nú síðdegis hóstakjöltur samfara bílskúrslosun, eins og það heitir á aglísku. Við kisi áttum okkar tilbeiðslustund við postulínsaltarið. Þá varð til þessi lýsing á afleiddu orsakasamhengi með öfugum formerkjum.

Við hóstann ekki af mér dró
annað brast á meðan.
Eftir hnerra hneppi þjó-
hnöppunum að neðan.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.