Hönnuð atburðarás?

Rétt fyrir mánaðamótin okt/nóv birtist Egill Einarsson óvænt í Sjáðu, kvikmyndaþætti Stöðvar 2 og fékk að kynna þar Lífsleikni, sem var þá væntanleg í kvikmyndahús. Trailerinn var þá kominn á visir.is og var hann sýndur og um hann rætt. Nokkrum dögum seinna kom EE fram í GameTV, einnig á Stöð 2, án þess að sérstakt tilefni væri sjáanlegt. Framkoma hans vakti nógu mikla athygli til að spurt væri af hverju hann væri í þættinum. Þetta skapaði smá umræðu hist og her. (Ábending frá lesönd: Innskot í Hraðfréttum RÚV 21. nóvember.)

Forsíðuviðtalið margumtalað í Monitor birtist 22. nóvember. Daginn eftir var frumsýningin á Lífsleikni fyrirhuguð. Í þessu drottningarviðtali fær EE gagnrýnilaust að tjá sig einhliða um kærumál sitt, sem þá var komið til lögreglu, skjóta á nafngreinda aðila að vild og auglýsa sjálfan sig. Viðbrögðin voru afar fyrirsjáanleg, framhaldið er þekkt og rúmri viku síðar logar enn glatt undir athyglispottinum. Hvort það hafi verið með í plottinu að hætta við bíósýningarnar, skal ósagt látið en gleymum ekki hver á hvað í þessu máli.

Ég get ekki að því gert að finnast þetta hönnuð atburðarás, að vísu með óvæntu innskoti úr Hamrahlíð, en uppskeran er viðkomandi auglýsingamönnum (ef kenning mín stenst) til sóma. Hver atburðurinn rekur annan og þótt EE fái yfir sig ómældar gusur, eykst samúðin um leið. Tilgangurinn er augljóslega sá að koma þáttunum um Lífsleiknina á framfæri til að lágmarka tap Stórveldisins og Stöðvar 2. Þar á bæ hafa menn hingað til til þótt slyngari öðrum markaðsmönnum og lagnir við athyglisveiðarnar.

Öll athygli er af hinu góða, eins og einhvern tíma var sagt. Spyrjum að leikslokum.

Viðbót:

1) EE fyrirhugar að stefna 4 einstaklingum fyrir meiðyrði. (03.12) Stefnur hafa ekki verið birtar, kærur ekki lagðar fram en af einhverjum ástæðum ratar málið í fjölmiðla á þessu undirbúningsstigi. Tilviljun? Varla. Allt umtal er gott, sbr. hér að ofan.

 

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Hönnuð atburðarás?

 1. Þetta mun vera rétt greining. Skrítið samt að hætta ekki bara við og afskrifa þessa hugmynd með öllu. Gillzenegger er ekki karakter eins og reynt er að selja okkur. Gillzenegger er þessi kexruglaði ungi maður sem þjáist ekki bara af kvenfyrirlitningu heldur almennri mannfyrirlitningu. Svona manngerð á ekkert erindi í fjölmiðla.

 2. Minn ágæti vinur! Flokkarðu þennan pistil og þau viðbrögð sem honum augljóslega er ætlað að kalla fram og gera, sbr. ummæli Laxdals um kexruglaðan ungan mann sem þjáist ekki bara af kvenfyrirlitningu (það sem sagt liggur algerlega fyrir (sic)) heldur almennri mannfyrirlitningu, það að fara í boltann en ekki manninn?

  • Nei, það segir sig sjálft að JL sem gerir þessa athugasemd, fer einmitt í manninn en ekki boltann. Ég sagði oft við nemendur mína þegar ég kenndi þeim að rífast við mig: Notið rök, ekki tilfinningar. Ég get alveg beint þeim tilmælum til JL.
   Í pistlinum sjálfum tíni ég til þau skipti sem EE birtist á skjánum í þessari atburðarás og lýsi skoðun minni á málflutningi hans í Monitorviðtalinu. Ég vona að það falli ekki undir persónulegar árásir á EE.

  • Kannski má segja að ég fari í manninn en það er óhjákvæmilegt þar sem ég tel ekki að Egill hafi búið til karakterinn Gillzenegger og það sé karakterinn en ekki persónan sem stöð2 og Já.is voru að markaðssetja. Svona svipað og karakterinn Silvia Nótt. Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að karakterinn sé einmitt sá sami og persónan. Og ég er ekkert hrifinn af því að annað stærsta fjölmiðlaveldi landsins sé að selja unglingum, þar á meðal mínum barnabörnum, að þessi karakter/persóna sé góð fyrirmynd. Þetta er í raun í fyrsta skipti sem ég tjái mig um Gillz eða mál honum tengd. Einmitt af ástæðum sem eru vel kunnar. En nú geri ég það vegna þess að reynt er að selja þessa sviknu vöru sem karaktera sem beri enga ábyrgð á því sem persónan gerði í sínu einkalífi. Það er enfaldlega rangt

 3. Ekki gleyma auglýsingunni sem birtist í Hraðfréttum Moggans (nú ríkisútvarpsins!) þann 21. nóvember.

 4. Ég hef séð nógu margar athugasemdir á netmiðlum um einelti í garð EE, sem mun felast í því að líma orðin Mannasiðir og Kvenhatur á göngubrú í Reykjavík. Það fyrrnefnda er titill á metsölubók EE og myndi eitt og sér flokkast undir auglýsingu. Það seinna er viðhorf sem EE er sagður hafa.
  Er þetta einelti? Ég hef séð svo sóðaleg, klæmin og ruddaleg ummæli höfð um nafngreint fólk á netinu að það hálfa væri nóg og án þess að einhver hrópaði einelti. Jafnvel líflátshótanir eru kallaðar meint grín og talað um stráksskap og óvitahátt. Í þeim samanburði er brúargjörningurinn hjóm eitt.

 5. Bakvísun: Egill kæri Gilsenegger? « Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.