Stóra Pornstar-málið

Pornstar in training19. júní  51. árgangur 2002  1. tölublað   Timarit.is Pornstar
Góð saga á aldrei að líða fyrir sannleikann. Sagan af Pornstar-bolunum, sem voru seldir í Hagkaupum að vori fyrir rúmum tíu árum, þykir sumum svo lygileg að talað er í hálfkveðnum vísum um borgarþjóðsögur (uppspuni eða lygi) og óðum styttist í forskeytið meintir fyrir framan bolaheitið. En Netið varðveitir sitthvað, líka öfgarnar. Þessar úrklippur eru frá þeim tíma. Önnur er úr DV, eins og sjá má, hin er úr 19. júní.

Netið varðveitir líka þessa tilvitnun í umræðu á bland.is, sem þá hefur heitið Barnaland:

„Ég þekki stelpu sem á dóttur sem varð 5 ára í fyrra, einhver vinkonan fór í Hagkaup og keypti voða flottan bol í afmælisgjöf handa stelpunni. Hún pældi ekkert í því hvað stóð framan á bolnum, svo er mamman að klæða stelpuna í bolin nokkrum dögum seinna þá stendur framan á honum „pornstar in trayning“…….smekklegt fyrir fimm ára gamalt barn???

Hún fór með bolin og skilaði honum, var ekki búin að taka miðana af honum. Í leiðinni ákvað hún að spyrja stelpuna í afgreiðslunni hvort að henni fyndist það alveg eðlilegt að selja svona boli á fimm ára gamalt barn (tek það fram að hún var ekkert að sakast við stelpuna). Allavega sagði stelpan „ja þetta er allavega það sem selur“

Enn fremur má geta þess að ég sá sjálfur gulan bol með áletruninni Pornstar -in training, á sínum tíma á fatarekka í Hagkaupum. Þótt oft slái út í fyrir mér í tuskubúðum og innan um vefnaðarvöru, varð mér starsýnt á þessa flík. Hún var á herðatré í barnadeildinni. Nú veit ég að svo persónuleg frásögn, örugglega lituð af þekktri öfgahyggju minni, er varla traust heimild, en aðrir hér á heimilinu, sem ég treysti til að muna betur en ég, staðfesta þetta.

3 athugasemdir við “Stóra Pornstar-málið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.