Stóra upplestursþöggunarþekkingareinokunarmálið

SAMSUNGÉg hef ákveðið að nota klisjur í ríkari mæli til að skreyta mál mitt. Fyrirsögnin inniheldur örugglega tvær kjarngóðar sem báðar lýsa bágu ástandi á vinnustað mínum sem er skammt frá Sædýrasafninu eins og lýðum ætti að vera ljóst. Ég hef skrifað rúmlega hundrað bloggfærslur þar sem aðsetur mitt kemur fram og er rökstutt. Það verður seint hrakið.

Ég varð þess var í morgun þegar sumir fóru í sína vinnu í sollinum, að þar var rithöfundur í heimsókn sem las úr jólabók sinni og fékk kaffi og meððí í staðinn og búist var við að allir yrðu menningarlegir á svipinn fram að hádegi. Mér hefur einnig skilist af fólki hist og her, aðallega her, að slíkar heimsóknir séu algengar á jólaföstu, enda eru þá afurðir skálda til sölu. Með þetta í huga vil ég koma því á framfæri að hér á vinnustaðnum hafa menn sárlega saknað upplestra og tækifæra að fá skáld í æð, gefa því kaffi og njóta andríkis þess. Hér er starfandi forstjóri, framkvæmdastjóri, yfirmaður markaðssviðs, þýðandi og þulur, köttur, húsmóður, loðdýr, fuglaveiðari og malari. Þetta er menningarsinnað fyrirtæki, oft farið með kvæði yfir kaffinu og lygna þá áheyrendur augum af velþóknan og hrifningu. En meira þarf til.

Ég vil því nota þetta tækifæri til að benda rithöfundum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu á að jaðarsetja okkur ekki með þeim hætti að koma heilt yfir ekki til okkar. Við tökum fólki opnum örmum, bjóðum til þægilegrar setustofu í fyrirtækinu, hellum upp á hrútsterkt espresso og splæsum pibbarkökum.  Næsta vika er laus. Þar sem allir málsmetandi höfundar eru á fésbók, tökum við þar við pöntunum.

Meðfylgjandi mynd af kettinum ætti að bræða jafnvel hörðustu hjörtu. Morgunvísan fjallar einnig um hlutskipti okkar.

Ég felli tár í feldinn hans
sem fúll á kaffi smjattar
þung er einatt mæða manns
en meiri er sorgin kattar

framundan er hátíð hress
hangiket og jólið
en núna grætur gamalt fress
og grefur sig í bólið.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Stóra upplestursþöggunarþekkingareinokunarmálið

  1. Sýnist nú kötturinn vera að hugsa einhverjum þegjandi þörfina, mögulega þeim sem tróð þessu hálstaui á hann?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s