Íþróttamaður ársins 2012 -2. hluti

Ég fékk ekki að vera völva Vikunnar í ár því ég gaf of seint kost á mér og verð því að fá útrás fyrir spádómsgáfu mína á þessum vettvangi.  Mín spá verður þó með þeim formerkjum að ég vona að hún rætist EKKI. Ég miða við að 10 efstu í kjöri íþróttafréttamanna (21 karl og 1 kona eru í Samtökunum) verði samkvæmt fornri hefð. Forsendur eru þessar: „“Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar inna SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“

Þar verða 7 boltaíþróttamenn og 3 úr öðrum greinum. Sennilega verða 4 konur á listanum þar sem kvennalandsliðinu í knattspyrnu tókst það sem karlaliðinu hefur enn ekki tekist, þ.e. að komast á EM.  Þarna verða sprækir knattspyrnupiltar eins og Aron Jóhannsson og Gylfi Sigurðsson (sem ég spáði eldhúskollinum snemma á þessu ári). Handboltamenn verða fyrirferðarmiklir og óljúgfróðir herma að Aron Pálmarsson verði jafnvel kollhafi. Ólafur Stefánsson er að hætta með landsliðinu og það ætti að skila honum í gott sæti.  Óskhyggja mín setur Kára Stein Karlsson og Ásdísi Hjálmsdóttur á listann. Fimleikakonur fá sjálfsagt eitt sæti. Restin verður boltafólk.  Ég nötra af spenningi.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s