Aðventukvæðið

Ég hef ákveðið að það sem hér er endurbirt, teljist sígilt og brúkhæft jól eftir jól, líkt og gervitré eða svarthvít, bandarísk jólamynd. Þar sem aðventan er á undan jólunum, verður farið yfir helstu aðventuverkin hér á bæ, með dyggri aðstoð kattarins, sem er þungt haldinn af jólastressi, eftir ítrekaðar kröfur fjölmiðlafólks þar að lútandi.

Jólakort í skyndi skreif
skít af eldhúsborði þreif
af sófa mesta draslið dreif
dreypti á súru víni
Betlar köttur bóg af jólasvíni.

Kökuboxið æstur át
aldrei næ að sýna gát
Uppi í borði orðinn mát
ætla skák að gefa.
Af kalkúninum kisi er að þefa.

Áðan jólaþáttinn þeið
þusandi um gólfin skreið
úti í horni eftir beið
ögn af ryki í leyni
Nú vill kisi ket af jólasveini.

Enn er lögg á landakút
læknar marga jólasút
á lausa enda hnýti hnút
hnoðmör lekur fisk í.
Seyrulegur sýpur köttur viskí.

Óþekkt gums í eftirrétt
inn í frystinn hefi sett.
Matarblöðum mörgum flett
á morgun byrja jólin.
Kisi þarf að þrífa á sér tólin.

Fyllingu í fuglinn treð
finn úr dósum eitthvað með
ORA hefur alltaf séð
um okkar jólaveislu.
Kötturinn á kafi er í neyslu.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Aðventukvæðið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.