Jólaleirinn 2012

Spjall um þýðingar
Sendum öllum hér á Fróni, (og Kexverksmiðjunni Fróni) hugheilar eða heilar áttíðarkveðjur í tilefni hækkandi sólar í von um að þær hitti í hjartastað viðtakenda.

Vinir mínir hist og her
hjer á þessu landi
kveðjuna fá mest frá mér
Margréti og Brandi.

Hamast við að hækka sól
-helgum daginn Mammon
fýlan mest er fyrir jól
fer í vitin ammon-
íak

Nú er ég í huga heill
heimsumbóla á fullu
en eftir jólin verð ég veill
vælandi með drullu.

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Jólaleirinn 2012

 1. Mig langar að biðja þig að skila jólakveðju til hans pabba þíns. Hann kenndi mér íslensku í Þinghól og ég minnist hans með mikilli hlýju. Góður kennari og sérlega skemmtilegur. Gekk líka framhjá æskuheimili mínu í Hófgerði daglega þegar hann var að koma úr vinni í Skógræktinni. Gleðileg jól!

 2. nýttu tímann, njóttu vel
  af nægtahorni jóla,
  hangiket og hörpuskel,
  herlegheit ei önnur tel,
  á nýju ári er nóg að hlaupa og hjóla.

  gleðileg jól!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s