Hallelúja hlauparans

Árvissar sjónvarpsfréttir af fólki í ræktinni að „brenna jólasteikinni“ eru undanfari nýársátakanna sem byrja með látum og standa fram á þorra. Þessi undarlega þversögn lifir góðu lífi; að hvetja fólk til að svelta sig til að sjá tólin fyrir jólin eða komast í kjólinn og troða sig út eins og kalkún í nokkra daga til þess eins að lifa meinlætalífi þar til aftur grillir í téð tól eða kjóllinn passar að nýju.

Hreyfing er lífsstíll. Ekki átak. Í anda þess kemur hér áramótahvatningin mín við undirleik Rúfusar Veinræt. Njótið heil.

Alla daga eru jól
einkum þegar hækkar sól
ánægjuna ekki er hægt að kaupa
í sálartetri rækta ró
reima á mig nýja skó
fagnandi er farinn – út að hlaupa.

út að hlaupa-út að hlaupa
út að hlaupa.

Lífsins nýt við leik og störf
logar í mér hreyfiþörf
um afrek dagsins öðru hverju raupa
kílómetra kátur tel
kalóríur duga vel
alla daga indælt – er að hlaupa

Sukkjöfnun er sælan mín
set á borðið mat og vín
eðalvökva óhætt er að staupa
allar syndir úr mér rek
ef ég skó að morgni tek
og fullnægingu fæ við- það að hlaupa

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

Að gefnu tilefni: Allt efni á þessari síðu er varið höfundarrétti. 

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Hallelúja hlauparans

  1. Það var svo gott að vera til þegar ég gat hlaupið. Steikin rann, allt af mér brann og heilbrigðið fann sér góða leið til lífs. Síðan… Líf án hlaupa og hreyfigetu, án vinnu og frekrar feisbúkksetu. En lífið er ljúft.

    • Einu sinni orti ég brag um reiðtúr í Húnaþingi og hann fór víða. Með aðstoð Gúguls frænda komst ég að því að víða var hann sagður eftir óþekktan höfund eða ekki vitað hver höfundur væri. Ég kom þeim upplýsingum á framfæri en sumir rifu bara kjaft og sögðu mér ekki koma við hvað þeir dreifðu. Aðrir sögðu að heimildir um höfund væru engar á bloggsíðu minni þótt nafn og ljósmynd blasti við hverjum sem væri stigi ofar lögblindu. Þar sem þessi tiltekni texti fór ómerktur á flakk, ákvað ég að setja undir þennan leka þegar í stað.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.