Pannan

SAMSUNG Eitt af nýársheitum mínum er að róa á ný bloggmið. Þetta er fyrsta færslan, vonandi af mörgum, sem fjallar um eldhúsáhald. Myndin er af nýju pönnunni sem var keypt í annarri tilraun í verslanavítinu við Áleiti. Í fyrri tilraun minni fannst afgreiðslukonunni svo fyndið að miðaldra sveitalegur karl með derhúfu hefði áhuga á steikarpönnum að ekki varð úr viðskiptum. Í seinni ferðinni var mér vel tekið og viðræðugóð sölukona hafði hérumbil selt mér hnífasett í leiðinni, áður en ég mundi að ég fékk bleikan hníf í jólagjöf. En þetta er sem sagt pannan varð mér samferða heim og sælutilfinningin er áþreifanleg þar sem ég munda sleifina.

Næst liggur við að leggja þá þraut fyrir lesendur að spyrja: Hvað er á pönnunni?

Vísbendingar: Með þessu var tortellini, lárperu/ólífusalat og brennivín í appelsíni. Volgu.

Auglýsingar

13 athugasemdir við “Pannan

  1. Alltaf góður! 🙂 En er þetta ekki kallað að afvegaleiða umræðuna?

    p.s Það er ekkert athugavert við að miðaldra karlmaður kaupi sér pönnu. En mér sýnist þú hafa verið plataður. Góð panna þarf að hafa þykkan botn sem hitnar fljótt og dreifir hitanum jafnt út í hliðarnar. Þessar nýtízku teflon pönnur eru algert drasl og svo vona ég að þú sért ekki að elda beljuhakk frá Kjarnafæði..;)

  2. Mig undrar mest volga appelsínið, sem þú nefnir. Ég veit varla nokkra ömurlegri leið til að eyðileggja gott brennivín. Þetta er ekki góð aðferð til að plata sjálfan sig til að hætta að drekka. Annars: hakk, sætar kartöflur, tómatpuree?

  3. Hvar sjáið þið tómateitthvað? Ég sé bara hakk sem er ekki alveg steikt og mangóbita – djók sætar kartöflur 😀 Trúi samt ekki á brennsann og volga appelsínið eitt andartak!

  4. Ok. Nautahakk, sætar kartöflur. Ostasósan kom skömmu síðar. Ekki brennivín. Nýársheitið mitt var líka að ljúga meira.

  5. Það snarvirkar að drekka á internetinu, fín áhrif, engin þynnka, trúðu mér 🙂 Flott panna! Ég var að skoða pönnur í búð um daginn og krossbrá þegar allt í einu var galað upp í eyrað á mér að já einmitt það sem hann vildi líka skoða. Það var miðaldra karl furðulega til fara og undarlegur í háttum (samt ekki derhúfa). Ég hjálpaði honum að velja sér pönnu sem var frekar auðvelt því hann vildi bara þá ódýrustu og var alveg sama um teflon og annað húmbúkk.

  6. Líst vel á réttinn sem samanstendur af sætum kartöflum, kjöthakki og bacon. Hvernig smakkaðist svo?

  7. Þessi nýbreitni að fjalla um eldhúsáhöld er augljóslega að vekja hrifningu, að minnsta kosti ef athugasemdir eru taldar. Nema áhuginn lúti frekar að matseld. Býð spenntur eftir að sjá hvernig þessar eldhúsfærslur þróast.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.