Satt og logið

1. Suðurbæjarlaug var lokuð í nokkrar vikur í sumar við misjafnar undirtektir, enda er aðsóknin mest þegar hægt er að baka búk sinn í sólarglætu. Á þessu er skýring sem hefur ekki farið hátt, því Hafnfirðingar eru viðkvæmir fyrir áliti annarra. Það er til siðs hjá próper fyrirtækjum að telja birgðir árlega og þetta gleymdist nefnilega um áramótin. Þá voru góð ráð dýr því birgðastaða sundlauga verður jafnan að vera á hreinu. Því var lokað og talning fór fram með þar til gerðum lítrakönnum úr Kaupfélagi Hafnarfjarðar (blessuð sé minning þess). Við hvern lítra var gert strik á pappírsrúllu og að kvöldi voru strikin talin. Síðan var haldið áfram daginn eftir. Talið var úr heitum pottum, innilaug og útilaug. Niðurstöður er að finna í ársskýrslu Hafnarfjarðar.

Sveppurinn

2. Í Suðurbæjarlaug er þessi sveppur (sjá mynd) Almennt rennur ekki af honum vatn en oft á dag er hann ræstur og var sérstakur starfsmaður ráðinn til að sjá um sveppinn. Ræsing fer þannig fram að sveppstjóri tilkynnir í hátalarakerfi laugarinnar „Sveppurinn fer í gang“. Röddin er ábúðarfull og alvarleg og þess eru dæmi að ung börn og hrekklaus hafi brynnt músum af hræðslu. Síðan skrúfar sveppstjóri frá sveppnum og streymir þá vatnið niður í pottinn.

3. Við Suðurbæjarlaug halda til hænur. Þær spígspora þar á túninu og á milli trjánna, vekja óskipta athygli laugargesta og stöku sinnum bregða þær sér að laugarbakkanum, sennilega til að drekka. Grunur leikur á að laugarstarfsmenn fóðri þær. Ekki er vitað hvort þær skíta í laugina, enda leysist hænsnaskítur vel upp í volgu vatni. Harðsoðið egg hafa fundist í heita pottinum suma morgna og renna ljúflega niður í starfsmennina.

Til að gæta sanngirni, skal tekið fram að ein af þessum sögum er lygi.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Satt og logið

  1. Mér finnst ljótt að ljúga því upp að grandvarir sómamenn séu að hræða börn með sveppum. Fuss!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s