Mýs, menn og áhorfendur

Árið 1962 hlustuðum við sveitabörnin á Mýs og Menn í útvarpinu og urðum svo heilluð að aðalpersónurnar hafa alla tíð síðan lifað í hugskotinu.  Síðan hef ég lesið söguna nógu oft til að kunna hana mjög vel. Mér fannst ég vera mjög vel búinn undir leikhúsferðina í gærkvöldi þar sem menn (og ein dauð mús) birtust á sviðinu.  Heimiliskettinum hefur þegar verið sagt frá músinni og ég get því einbeitt mér að mönnum.

Áður en aðfinnslur hefjast skal tekið fram að ég var ánægður með flest nema lokaatriðin. Persónurnar voru eins og ég bjóst við, nema hvað hinn þeldökki Crooks var orðinn að bækluðum útlendingi sem gerði armbeygjur á einari (sic) rétt fyrir hlé meðan eldvarnatjaldið seig niður. Lenni og Georg voru frábærir, sem og Candy gamli og þá mætti halda að allt hefði verið fullkomið. Ég fór leikhúsánægður heim en ekki nema 80%. Hvað var þá að?

Mér var ráðlagt að hafa vasaklút meðferðis vegna átakanlegs endis en einmitt þá fór sýningin að dala. Í sögunni er Lenni ekki skotinn á færi og hann gerir sér enga grein fyrir því, ekki frekar en hundurinn hans Candy.  Á sviðinu er sköpuð fjarlægð á milli þeirra félaga og það var sem hinn þroskahefti, sígleymni einfeldningur gerði sér grein fyrir að nú væru öll sund lokuð, líkt og honum hefði aukist vit á augabragði. Og meðan tjaldið seig hægt og stirðlega niður og atriðið var ekki búið, fóru áhorfendur að klappa sem óðir væru og líkið á sviðinu leit ergilega upp. Þar með fauk hluti af stemmningunni út í veður og vind.  Það er á við 111. meðferðina að fara svona með hápunktinn í verkinu.

Leikritið verður sýnt út febrúar og mun vera uppselt á allar sýningar. Á köflum mátti greina þreytu á sviðinu og sýningin getur hæglega orðið sjúskuð þegar á líður. En ég hvet alla vega leikstjórann til að laga endinn. Þetta er ekki nógu gott.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Mýs, menn og áhorfendur

 1. Það liggur nú við ég hætti við að sjá þessa sýningu – ég hafði að vísu ekki komið því í verk að kaupa miða, svo fyrst allt er uppselt, er kannske sjálfhætt :=(

 2. Skáldsagan “Of Mice and Man” eftir John Steinbeck er frábær, stórkostlegt meistaraverk.
  En þetta er ein af þeim bókum sem lesa þarf á frummálinu, erfitt að ná töfrum textans með þýðingu, tekst samt oft furðu vel.
  Fyrir mörgum árum sá ég verkið á sviði á Akureyri, einnig sá ég kvikmynd eftir bókinni, gerð 1992 með John Malkovich og Gary Sinise í hlutverkum vinanna, Lennie Small og George Milton. Var ekki góð. En eins og ég sagði, það getur verið erfitt að þýða bækur án þess að skemma þær og sum verk þola ekki leikrita- og myndagerð.
  Góð dæmi um þetta er Novellurnar; To Kill a Mockingbird og True Grit.
  Lesa, hlusta, eins og krakkarnir gerðu 1962, ekki horfa!

 3. Hluti lokakaflans: „Lennie said, “I thought you was mad at me, George.”
  “No,” said George. “No, Lennie. I ain’t mad. I never been mad, an’ I ain’t now. That’s a thing I want ya to know.”
  The voices came close now. George raised the gun and listened to the voices.
  Lennie begged, “Le’s do it now. Le’s get that place now.”
  “Sure, right now. I gotta. We gotta.”
  And George raised the gun and steadied it, and he brought the muzzle of it close to the back of Lennie’s head. The hand shook violently, but his face set and his hand steadied. He pulled the trigger. The crash of the shot rolled up the hills and rolled down again. Lennie jarred, and then settled slowly forward to the sand, and he lay without quivering.
  George shivered and looked at the gun, and then he threw it from him, back up on the bank, near the pile of old ashes.
  The brush seemed filled with cries and with the sound of running feet. Slim’s voice shouted, “George. Where you at, George?”“

  Í minningunni er þessi vaxandi spenna, leitarmenn nálgast, í þeim heyrist og knýr það Georg til verka. Hann verður að skjóta vin sinn áður en hinir koma. Þarna er efniviður í spennuþrungin, tilfinningarík endalok sem leikhúsgestum gleymast ekki meðan þeir bíða eftir að tjaldið falli og ÞÁ er við hæfi að klappa og þakka fyrir sig.

 4. “No, Lennie. I ain’t mad. I never been mad, an’ I ain’t now. That’s a thing I want ya to know.”

  Fallegur texti, en „so sad“.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s