American Idol 12

Ellefta árið í röð hefjast Stjörnuleitarþýðingar (American Idol)  hér á bæ þar sem meintir sérfræðingar meta meintar vonarstjörnur, tárast með þeim sem sorgarklæmast mest en gera stólpagrín að hinum. Burtu er nú úr hópi dómara Símon frá Kúagerði og Pála Afdals en Randver Jakobsson er við borðið eins og gömul mubla og ég veit að eftir nokkrar vikur segir hann: „Þetta er besti hópurinn okkar til þessa.“ Nýju dómurunum leiðist ekki sviðsljósið, skipta oft um föt og tala spekingslega við hvert tækifæri.

Glöggir lesendur taka væntanlega eftir íslenskun á heiti dómaranna. Í samtali við helsta tengilið minn á Stöðinni var ég beðinn (frekar fallega) að flippa ekki út í skjátextunum. Meðan prófarkalesararnir fóru arnfráum augum yfir verk mín, var það ákveðin dægrastytting að lauma sérkennilegum eða „léttum“ þýðingum inn í textann, fullyrða að fáheyrð máltæki væru algeng á Vestfjörðum og þýða sumt eftir smekk. Þetta var fyndið þá en ekki lengur, því prófarkalesararnir fóru undir niðurskurðarhnífinn, og nú passar maður sig meira en stundum þarf að bæta smá malti í handritið.

Audition heitir nú fyrirsöngur. Ekki áheyrnarpróf, sem mér þykir stirt og ógegnsætt. En þar sem vonarpeningarnir mæta og syngja fyrir dómarana, er þetta einboðið. Austfirska orðtakið „að hendast á munum“ kemur fyrir í hverjum þætti og stundum svellur ungmennunum móður þegar mikið liggur við. Einnig er gott að koma að algengu orðfæri eins og  stungin tólg og fleira er matur en feitt kjöt sem er frekar algengt í máli fólks í Suðurríkjunum. Sjálfsagt er að þýða lýsingar-og áhersluorð frekar frjálslega.

Þeir sem nenntu að fylgjast með X-Faktornum á Stöð 2, sjá sjálfsagt muninn á þáttunum, sem er í stuttu máli: Ryan Seacrest. Góður kynnir sem á auðvelt með að tala við fólk og skapar gott flæði, er mikils virði. Þess vegna hef ég enn nokkurt gaman af verkinu og held, eins og Randver vinur minn, að þetta verði gott ár með góðum skjátextum.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “American Idol 12

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s