Búkolla og systur hennar í Kanada

Í sögunni um Búkollu segir svo:

„Skömmu seinna kom hún út aftur til að vitja um kúna. En þá var hún horfin. Fara þau nú bæði, karlinn og kerlingin, að leita kýrinnar og leituðu víða og lengi, en komu jafnnær aftur.

Voru þau þá stygg í skapi og skipuðu stráknum að fara og koma ekki fyrir sín augu aftur, fyrr en hann kæmi með kúna; bjuggu þá strák út með nesti og nýja skó, og nú lagði hann á stað eitthvað út í bláinn.“

Júróvisjónlagið okkar í ár byrjar svona:

„Lagði ég af stað í það langa ferðalag
Ég áfram gekk í villu eirðarlaus
Hugsaði ekki um neitt, ekki fram á næsta dag
Einveru og friðsemdina kaus

Ég á líf, ég á líf yfir erfiðleika svíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín
Þegar móti mér blæs yfir fjöllin há ég klíf
Ég á líf, ég á líf, ég á líf…“

Samanburðurinn er fyndinn að mati okkar kattarins. Annars óska ég Eyþóri og félögum góðs gengis í Málmhaugakeppninni. Þar mun lagið án efa verða ofarlega á spálistum, íslenski hópurinn mun vekja mikla athygli á blaðamannafundum og halda uppi ákveðnu stuði og mikil bjartsýni ríkja þar til yfir lýkur. Við þekkjum þetta og vísa má á þessa færslu: Þetta verður bara gaman.

 

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.