Líkt og stolið

Eyþór og RiffRaff Þetta er fésbókarmynd af „mér.“ Eða Eyþóri Inga Júróvisjónsöngvara að loknum rakstri á ákveðnum blettum. Ég sé ákveðin líkindi. En það er kannski aukaatriði. Þetta er til gamans gert, á sama hátt og ég bar saman lögin I Am Cow og Ég Á Líf, á Júróvisjónkvöldinu eftir að Kristín Jóhannsdóttir, aðalmálfars, hafði bent á Arrogant Worms rúmri viku fyrir keppnina. Eftir það fjölgaði tenglum á myndbandið ákaflega hratt.

Ég hef ekki mikinn áhuga á Júróvisjón, finnst keppnin krúttlega fyndin og ámóta fyndið hvað reynt er að berja upp áhuga þjóðarinnar á henni á hverju ári. Byrjað var að ræða um það vorið 1986 hvar keppnin yrði haldin hér heima og þá var Laugardalshöll efst á blaði, en þeir bjartsýnustu vildu henda upp 5000 manna húsi á góðum stað.  Nú sitjum við uppi með Hörpuna og eftir sigur í Æseifmálinu er búið að afgreiða hrunið og góðærið getur byrjað upp á nýtt með tilheyrandi bruðli og yfirdrætti…. (Hér var felldur út langur kafli um hrunið og annað því tengt af tillitssemi við lesendur).

En mál dagsins er auðvitað lagið. Það er líkt hinu laginu. Á sama hátt og Eyþór er líkur Richard O’Brien (maðurinn á myndinni). Ekki eins. Minn innri maður er líka líkur Richard. Ekki eins.

Nei, sko, þarna er köttur….

2 athugasemdir við “Líkt og stolið

  1. nú, í aðdraganda góðærisins hins endurreista, hefur aldrei verið tímabærara að við höldum Júróvisjónkeppni. Þetta sjá allir. Keppnin á erindi við þjóðina ….

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.