Tilraun til þöggunar

Þessi dæmalausa frétt á Smugunni vakti athygli mína í morgun.  Þar segir meðal annars:

„Á sunnudaginn barst Smugunni, ábúðarmikið bréf frá lögfræðingi hér í bænum. Hann krafðist afsökunarbeiðni sem yrði birt á Smugunni og í yfirlýsingu til fjölmiðla, og greiðslu uppá hálfa milljón, sem skyldi afhent innan tveggja sólarhringa, allt fyrir hönd umbjóðanda síns sem vefritið hefur þó aldrei nefnt á nafn.

Ástæðan er tilvísun á Smugunni í grein á Fréttablaðinu, þar sem háskólanemi spurði sig hvort ekki yrðu nein eftirmál af yfirdrætti tveggja ráðsmanna Vöku í stúdentaráði á greiðslukorti sem þeim hafði verið trúað fyrir. Upphæðin hafði verið greidd til baka.“

Tengt er á viðkomandi grein í Fréttablaðinu.Í endursögn Smugunnar kemur meðal annars þetta fram:

,Í miðri kosningabaráttu til setu í Stúdentaráði kemur upp sú staða að birt er frétt um tvo ráðsmeðlimi úr Stúdentaráði 2011-2012 sem misnotuðu úttektarkort á kostnað Stúdentaráðs,“ segir Arnór Bragi. ,,Fjárdrátturinn nam rúmri hálfri milljón króna. Undirritaður ímyndar sér að þetta sé hlutfallslega sambærilegt því ef þingmaður fengi aðgang að debetkortareikningi Ríkissjóðs og keypti sér bíl og húsnæði á kostnað sjóðsins, væri slíkur reikningur til.“

Arnór Bragi bendir á að það hafi verið ráðsmeðlimir minnihluta Stúdentaráðs sem bentu á þennan óútskýrða útgjaldalið í ársreikningi Stúdentaráðs. ,,Ef þessir meðlimir væru ekki glöggir, hefði þá ekkert verið gert? Burtséð frá því, þá hefur skuldin verið greidd og stjórn Stúdentaráðs segir málinu lokið. En er virkilega réttlætanlegt að engin eftirmál verði? Má þagga niður í þessum stormi?“

Vísir.is endursagði einnig fréttina. DV.is einnig.  Viktor Orri Valgarðsson bloggaði á DV um þetta. Margir tengdu á einhverja umfjöllun  um þetta á Fésbókinni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir fengu þessa innheimtukröfu frá lögmanninum.

Á sínum tíma tók ég þátt í endurbirta orð sem flutt voru í útvarpi og voru um ónefndan útrásarvíking (man ekki lengur hver átti í hlut). Sá hafði kært fréttamann fyrir meiðyrði (mjög sennilega Svavar Halldórsson, enda vanur maður þar á ferð). Mér fannst þetta þá fásinna og þöggunartilburðir og finnst þetta dæmi núna nógu hallærislegt og upphafsmönnum sínum til svo mikillar skammar að ég vil taka þátt í að deila þessari „meintu sök“ og endurmiðla fréttum af þessari uppákomu í röðum þeirra sem eiga að erfa landið og leggja munu á djúpið með það veganesti að allt í lagi sé að fara illa með fé, jafnvel hafa fé af fólki, en vei þeim sem tjáir sig um það. Þarf hugsanlega að skreppa með hrísvönd út á Melana og brúka hann með tilhlýðilegum hætti?

Lokaorð Smugugreinarinnar eiga vel við:

Þeir sem eru berir að gáleysislegri meðferð orða skulu reiða fram fé eða verða dregnir fyrir dóm að öðrum kosti. Þeir sem verða uppvísir af gáleysislegri meðferð greiðslukorta, fá hinsvegar fyrirgefningu synda sinna.

Og ef vel er að verki staðið geta þeir sent reikninginn á gagnrýnendur sína eða fjölmiðla.

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Tilraun til þöggunar

  1. Gísli þetta kann að virðast einfalt dæmi um auðgunarbrot samkvæmt 247.gr hegningarlaga eða fjárdráttur í auðgunarskyni. Það hefur verið upplýst um svona frjálslega notkun greiðslukorta áður án þess að leitt hafi til ákæru. Sbr, málið hjá KSÍ. En í réttarríki eiga að gilda almennar reglur en ekki sértækar/matskenndar. Þess vegna á saksóknar alltaf að skoða svona mál þótt viðkomandi kæri ekki. Og hótun lögfræðingsins í nafni stjórnar Stúdentaráðs ætti tvímælalaust að vera refsiverð. En það ákvæði vantar algerlega í núverandi meiðyrðalöggjöf

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.