Grín er dauðans alvara

Quvenzhané Wallis er níu ára. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. Hún sást nokkrum sinnum í mynd meðan á hátíðinni stóð (frá sjónarhóli sjónvarpsáhorfenda), fagnaði eins og börnum er einlægt þegar myndskeiðið hennar var sýnt og varð þess „heiðurs“ aðnjótandi að vera nefnd í inngangi kynnisins, Seth MacFarlane.

Í umræðu dagsins um að allt sé leyfilegt í gríni, hvenær grín hætti að vera grín, að ógleymdu ómissandi innleggi um heykvíslar, aftökur, rétttrúnaðarsöfnuð og ofstækisfólkið sem vill banna allt, er þetta myndband ágætur mælikvarði á mörk gríns og subbuskapar. Það byrjar sakleysislega og allir eru kátir (enda tilefni til), spaugað er með lágan aldur telpunnar og bent á að í samanburði við hana er Jennifer Lawrence eiginlega gömul kona og fólk hlær notalega með og mamma Quvenzhané situr glöð við hlið dóttur sinnar. Svo hugsar kynnirinn sig örlítið um og segir: „Eftir 16 ár verður hún of gömul fyrir Clooney.“ Viðbrögð áheyrenda eru sýnu dræmari en áður og kynnirinn reynir að bjarga sér með því að fleygja smáflösku til George Clooney sem hann kveðst hafa hirt af míníbarnum.

Góður grínari kann að hætta þegar hláturinn er í hámarki og brandarinn er þurrmjólkaður. En auðvitað er þetta allt smekksatriði. Ég hef setið á skemmtun þar sem grínið var allt neðanbeltis og eftir 7 mínútur hætti hláturinn að vera einlægur. Í þrjár mínútur í viðbót streittist skemmtikrafturinn við að halda dampi en hætti svo á frekar lágum nótum. Kúnstin hlýtur að vera að kunna sér hóf.

Svo er hugsanlegt að þetta sé allt í lagi og bara nöldur, tuð og forræðishyggja að amast við þessu og örugglega finnst einhverjum að nú sé endalega verið að drepa niður góðan húmor (sem húmorslausir ku einkum hreykja sér af). Hvað veit ég? En sjálfsagt hlæja einhverjir út allt þetta myndskeið. Hver hefur sinn smekk. Minn er ekki allra.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Grín er dauðans alvara

 1. Ég er algjörlega ósammála þér. Grínið snerist ekki um hana. Aldur hennar var notaður sem viðmið í gríni sem beindist á Clooney. Að tengja þetta er einfaldlega að misskilja brandarann. Og mér fannst hann ekki fara yfir strikið, allra síst í ljósi þess hver hann er og hver húmor hans er. Hann var fenginn í þetta starf af því að hann er hann.

  Brandarinn um DDL í karakter fannst mér til dæmis mjög fyndinn. Að upplifa hann sem rasískan, ens og sumir hafa gert, finnst mér einfaldlega rangt.

  En eins og Gísli Rúnar sagði: Að kryfja húmor er eins og að kryfja frosk. Þá er hann dauður.“ (Eða eitthvað á þessa leið=.

  Maður má ekki taoa gleðinni og verður að muna að það hafa ekki allir sama húmorinn. Ég hef meira að segja hitt fólk sem fannst áramótaskaupið fyndið.

 2. Allt í einu mundi ég eftir þekktri tilvitnun: Mitt er að yrkja, ykkar að skilja. Og eftir að hafa plægt gegnum handfylli af greinum um Set Óskarsson, femínista, grínara, mannréttindafrömuð og dýravin, stendur þetta eftir. Hann fór með það sem hann orti eða lét yrkja fyrir sig. Ég skildi það svona.
  Grín er ekki húsgagn í IKEA pakka sem kemur alltaf rétt út ef farið er eftir leiðbeiningunum. Grín er ekki kennslubók í móðurmáli fyrir 6 ára börn þar sem leiðbeiningarnar eru 450 síður en bókin sjálf um 25 síður (satt dæmi).
  Ég get ekki gert að því að ég skildi Set öðruvísi en hann ætlaðist til eða einhverjir sjálfskipaðir túlkendur hans ætlast til. Þetta virkar ekki þannig.

  • Ég var nú bara að segja að ég teldi að brandarinn hafi ekki verið hugsaður um hana, heldur hafi aldurinn verið notaður sem upphafspunktur til að gera grín að Clooney.

   Það má taka hluti á alla vegu. Til dæmis þetta:

   Kynið hennar er kennt við trans
   kætumst með foreldrum brúðgumans
   þó upp við það einhver sér kippi
   það er draumur hvers miðaldra manns
   að mæti í heimsókn með syni hans
   tengdadóttir með tippi.

   Er þetta lítil og skemmtileg vísa? Eða er þetta fordómafull árás á konu sem hefur mætt miklum fordómum og þurft að sitja undir aðkasti? Er þetta ekki árás á minnihlutahóp þar sem grín er gert að baráttu þeirra. Og er það viðeigandi að smætta þessa manneskju niður í kynfæri hennar?

   Maður má ekki tapa gleðinni. Ef við ætlum endalaust að móðgast fyrir hönd annarra þá verður voða lítið eftir.

   • Þetta sýnir hvað mörkin eru persónuleg. Ég hlæ að mörgu og hló líka að þessu, þótt höfundur sé mér lítt að skapi svona heilt yfir, enda bölvað fól. En ég veit hvar mín mörk eru og ætla að hlæja að flestu sem fer ekki yfir þau. Svo var um þetta, og þar réð mestu notkunin/tengingin/misnotkunin á barninu. Fram að mörkunum var hlegið. Þetta er eins og Maggi Ólafs að skemmta. Hann kunni aldrei að hætta að klæmast. Fólk hló með honum að mörkunum. Eftir það varð þetta bara vandræðalegt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.