Um bílnúmerakennslu í grunnskólum

Tilefnið er þetta:
Skilaboð frá skólastjóra Setbergsskóla.
Enn á ný berast fréttir af hvítri Toyotabifreið á ferð í Setbergshverfi þar sem reynt var að lokka nemendur okkar upp í bíl. Þetta atvik átti sér stað í gær og voru þrír menn í bílnum.
Við biðjum ykkur að minna börnin á að fara aldrei upp í bíl hjá ókunnugum og láta vita ef eitthvað þessu líkt gerist. Það gerðu einmitt þessir snjöllu drengir sem lentu í þessu atviki og hefur lögreglu þegar verið gert viðvart.

Þetta er ekki fyrsta fréttin um svona mál eins og þessi gúglniðurstaða sýnir. Í öllum tilfellum er litur bílsins nokkurn veginn á hreinu og að í honum eru karlmenn. Ekkert um númer bifreiðanna sem eru gerð úr bókstöfum og tölustöfum, fimm samtals, eins og flestir vita, og með smá æfingu er hægt að leggja þau á minnið í tugatali. Í þessum tilfellum er þó bara um eitt númer að ræða hverju sinni. Sem enginn man eftir að hafa séð. Þó eru börnin nógu nálægt bifreiðinni til að hægt sé að eiga við þau orðastað. Þetta þurfa því kennarar að brýna fyrir nemendum sínum í forvarnarstarfinu gegn þessum veiðimönnum og þjálfa börn í að muna númer. Það er hægt með ýmsum hætti.

1. Númer dagsins skrifað á töfluna og síðan þurrkað út. Þeir sem muna það eftir klukkutíma, fá að fara fyrr út í frímínútur.

2. Keppni í hver man flest bílnúmer í röð á blaði. Skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir allar kynslóðir. Tilvalinn í fermingarveislum og brúðkaupum, áður en vínveitingar hefjast.

3. Bílnúmer á leið í skólann. Hver nemandi skráir númer morgunsins í þar til gerða stílabók. Tilvalið samþættingarverkefni er að líma númer inn á kort af hverfinu.  Hér eru margir möguleikar.

Númerið á Harrison Ford (sem er heimilisbíllinn) er AX 078. Ég er sjaldan á ferðinni.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Um bílnúmerakennslu í grunnskólum

  1. Bakvísun: Bílnúmerakennsla í grunnskólum | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.