Keneyjar

Myndin Identity Thief er auglýst ákaflega í sjónvarpinu um þessar mundir og með íslenskum texta snillinga sem fara sjaldan út fyrir kornflexpakkann sinn. Þar sjást aðalpersónurnar á hlaupum og þegar sú fyrri er hlaupin uppi, stynur hún móð og másandi: „Ertu frá Keneyjum?“ (Are you a Kenian?) Landafræðiáhuginn minn rak mig tafarlaust í heimsókn til Gúguls frænda og hann fann fyrir mig þennan eyjaklasa sem er sennilega við Afríku ef marka má þennan texta: „Meira en tveir milljarðar manna þurfa að stóla á vatn úr borholum eða brunnum. Íbúar í smáþorpi einu á Pate eyjunni í Keneyjum þurfa að verja klukkutímum á degi hverjum til að safna vatni úr þessum holum og fer grunnvatsstaðan lækkandi.“ Þarna er fjallað um alþjóðlegan dag vatnsins og finn ég til með Keneyingum í vatnsleysi þeirra.

Keneyjar 1

En Keneyjar koma víða við sögu. Höfuðborgin heitir Mombasa ef marka má þetta skjáskot úr Sunnudagsblaði Tímans 1957. Þarna var Filippus drottningarmaður á ferðalagi fyrir margt löngu. Hann fór frá Mombösu til annars eyjaklasa, Seychelles og þaðan til Ceylon. Gaman að sjá þetta eyjaþema í ferðalagi Pusa.

Fleiri frægðarmenni eru frá Keneyjum eins og upplýst er í löngum umræðuhala á málefnunum. com. „Obama er 50/50. Jafn hvítur og hann er svartur,,. Svart/Hvítur. Faðir hans er Barack Obama Sr frá Keneyjum og Móðirin er Ann Dunham frá Bandaríkjunum. “ Sennilega er þá þekktasti Keneyingurinn fundinn.

En aftur að auglýsingunni góðu. Af henni má ráða þá staðalímynd að Keneyingar séu fráir á fæti. Með þetta í huga ætla ég út að skokka og láta mig dreyma um góðan hlaupatúr í Keneyjum. Þar ku vera skikkanlegt veður þessa dagana.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.