Fasteignabólan í Kína

Fréttaþátturinn 60 mínútur fjallaði í gærkvöldi um fasteignabóluna í Kína.  Margir hafa horft með aðdáunaraugum austur á bóginn, undrast mikinn hagvöxt í þessu fjölmennasta ríki heims og hvernig allt virðist blómstra og dafna. En eins og fram kemur í þættinum, er ekki allt sem sýnist. Í Kína þenst út stærsta fasteignabóla heims og þegar hún springur, verður hvellurinn margfalt meiri en í Bandaríkjunum á sínum tíma. Það er engin tilviljun að ríkasta fólk landsins hagnaðist á byggingum íbúðarhúsnæðis og skrifstofublokka. Allt byrjaði þetta fyrir 15 árum. Millistéttarfólk í Kína átti og á peninga til ávöxtunar en leiðirnar eru fáar. Ekki má fjárfesta erlendis, bankavextir eru snautlega lágir og hlutabréfamarkaðurinn eins og rússibani. Stjórnvöld ákváðu þá að leyfa fólki að kaupa íbúð/íbúðir innanlands og við það flæddu júönin út á markaðinn eins og losað hefði verið um stíflu. Fólk keypti fasteignir í þeirri trú að verð þeirra myndi alltaf hækka meira en verðbólgan.   Í Kína kapítalismans leynir auðlöngunin sér ekki. Þar er byggt og byggt og byggt. Það eina sem vantar er fólk til að búa í öllum þessum nýju íbúðum. Í mannflesta ríki heims kemur þetta vandamál á óvart. En á því er skýring eins og öðru. Lágstéttafólkið sem átti að kaupa íbúðirnar, hefur ekki efni á því. Fólk sem lifir af 2 dölum á dag, kaupir ekki íbúð á 100 þúsund dali.

ordos-china-ghost-town-mainMenn eru stórhuga í Kína. Þetta er borgin Ordos í Mongólíu. Hún er glæsileg og aðlaðandi en þar býr enginn. Þarna er pláss fyrir milljón manns. Allt stendur autt. Svona borgir er víða að finna í Kína og áætlað er að milli 12-24 rísi árlega.

Chenggong er meðal stærstu draugaborganna í Asíu. Þar er einnig að finna New South China Mall sem er önnur stærsta verslanamiðstöð heims.En 99% rýmisins er ekki nýtt.

Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum og verja gífurlegu fé í byggingaframkvæmdir á þeirri forsendu að ef byggt verði, þá komi fólkið. Fasteignaverðið hefur hækkað á þessum 15 árum og ekkert lát er á kaupæði fólks. Fasteignageirinn er talinn um 30% af hagkerfinu og mikið er í húfi að halda uppi hagvextinum.  Um 8 milljónir koma út á vinnumarkaðinn í Kína á hverju ári og eitthvað verður þetta fólk að hafa fyrir stafni.

Eins og í Bandaríkjunum mun koma að því að þessi bóla springi. Hvenær það verður, vill enginn segja til um. Fyrr en síðar verður hætt að byggja, fólk hættir að kaupa og milljónir verkamanna missa vinnuna, lántakendur hætta að borga af lánum…. Framhaldið er þekkt. Þ

Kínverjar hafa löngum viljað stjórna því hvernig útlendingar sjá landið þeirra. Ég þekki það sjálfur eftir heimsókn mína fyrir tólf árum. En þeir geta engu ráðið um hverjir heyra hvellinn sem verður þegar bólan springur.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Fasteignabólan í Kína

  1. Menn hafa talað um skuldakreppu og þetta er vissulega innanlandsdæmi. En það verður lítið úr fjárfestingunni þegar nýjar íbúðir eru keyptar eins og enginn væri morgundagurinn, en þær íbúðir sem fyrir eru, seljast ekki.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s