Bakhendur hversdagslífsins

SAMSUNGÉg hef gaman af bragarháttum og eitt af eilífðarverkefnunum er háttatal. Svo heppilega vildi til að nú um helgina bættust tveir hættir við í safnið. Þetta eru braghendur. Sú fyrri er skjálfhent, (og rétt að taka fram að þetta er ekki brandari). Bragarhátturinn heitir þetta. Yrkisefnið er kattartengt eins og iðulega að morgni dags. Skjálfhendan einkennist af innrími og endarími  og það er feitletrað, lesendum til hægðarauka.

Skjálfhenda

Morgunkyrrð í mínum firði mæri glaður
brækur gyrðir bústinn maður
Brandur virðist nývaknaður.

Svo komu hingað gestir í gær og höfðu orð á því að fyrrnefndur Brandur (sem nú gengur undir nafninu Sá eldri, síðan Sá litli kom) hefði bætt aðeins utan á sig, enda þekktur fyrir matarlyst. Þar sem heimilið er laust við þyngdarfordóma voru þessar sneiðar hunsaðar en fallist á það með semingi að hann væri stórbeinóttur. Það er annars þekkt veigrunaryrði, algengt á Sauðárkróki.

Síðan verður sá atburður í gærkvöldi að Brandur stekkur upp í sófann til að leggjast þar til hvíldar á ábreiðu. Þar var fyrir Depill Sigurður og haggaðist ekki. Horfði Brandur stundarkorn á hann og var mál manna sem á horfðu að vel færi á með þeim félögunum. Lagði Brandur þá kollhúfur og löðrungaði Depil Sigurð nokkrum sinnum með hægri loppunni til að stugga við honum því hann sá fram á að komast ekki fyrir á ábreiðunni vegna plássleysis, miðað við umfang. Depill tók höggunum með undirgefni, vék ekki og varð Brandur frá að hverfa. Þetta varð að rími. Eins og í fyrri vísunni eru rímorð feitletruð til skýringar á háttarheitinu.

Baksneidd braghenda

Kvarði enginn kann að mæla katta fegurð
í bræði yfir breidd og digurð
Brandur lemur Depil Sigurð.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Bakhendur hversdagslífsins

  1. Almennt er flámæli heimilt í alvörulausum kveðskap. Þess þarf þó ekki í þetta sinn því þetta er meðvitað hálfrím. Sjá nánar bragfræðina.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.