Misþyrmingar í íþróttum

Rassskellingar hafa tíðkast lengi“. Þessi grein fjallar um flengingar nýliða í karla-og kvennaflokkum og svo skemmtilega vill til að þar er þessi kafli:

„Í viðtali við Bjarka Má Elísson, nýliða í íslenska landsliðinu, á Mbl.is að loknum leiknum gegn Hollandi síðastliðinn sunnudag þakkaði hann guði fyrir að Sigfús Sigurðsson, varnartröll íslenska liðsins til margra ára, væri hættur í landsliðinu. Þó sagði hann nóg af „hörðum“ körlum í liðinu til að sjá um busavígsluna.“

Sigfús Sigurðsson kemur einmitt við sögu í myndbandinu hér fyrir neðan en flengingakaflinn hefst á 5:13.

Við höfum séð og heyrt fólk réttlæta busaofbeldið árum saman í skjóli hefða, gamans, skemmtunar fyrir alla (líka fyrir þolendurna) og hundskammað þá sem eru á öðru máli. Um það má til dæmis lesa í þessari færslu frá liðnu hausti.

Þetta er angi af sama meiði, busavígsla íþróttanna, tilhlökkunarefni unga afreksfólksins okkar. Meðan við hugsum um heilbrigða sál í hraustum líkama og veltum fyrir okkur kappi og fegurð, sem séra Friðrik hafði að kjörorði, skulum við horfa á mynd. Að horfa á mynd er góð skemmtun. Eða hvað?
shitt

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Misþyrmingar í íþróttum

  1. Komdu sæll, Gísli.
    Stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis harmar þennan atburð, sem er ekkert annað en ofbeldi og hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess um að þetta verði ekki liðið innan deildarinnar.
    Bestu kveðjur,
    Kristján Gaukur Kristjánsson
    Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s