Flengingar á stefnuskrá

Á DV.is er núna hægt að svara rúmlega 60 spurningum og fá á hreint hvaða flokk eða fólk maður á að styðja í komandi kosningum. Spurningarnar eru góðar fyrir sinn hatt og ég svaraði þeim samviskusamlega og fékk í hausinn að ég ætti að styðja Lýðræðisvaktina. Að vísu var sá flokkur sem ég hallast helst að, skammt undan, en sá flokkur sem ég sagði mig úr á dögunum, frekar aftarlega á hinni pólitísku meri.

Ég staldraði við eina spurningu á þessu prófi:

Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Góðir foreldrar þurfa stundum að flengja börnin sín.“

Ég er náttúrulega á móti flengingum og svaraði því. Síðan ákvað ég, eins og síðast þegar ég tók svona próf, að fikta svolítið í niðurstöðunum, tók prófið aftur og kvaðst ákaflega hlynntur flengingum. Þá fékk ég Framsóknarflokkinn sem æskilegasta valið.

Nú veit ég ekki hvort Framsóknarflokkurinn hefur flengingar, ofbeldi gagnvart börnum eða misþyrmingar á stefnuskrá sinni fremur en aðrir flokkar. Þar sem framboðin eru 13, nenni ég ekki að plægja gegnum loforðatorfið og fimbulfambið til að gá að þessu. Miðað við fávitavæðingu framboðanna, gæti þetta verið Flokkur Meðferðarheimilanna, en hvað veit ég?  Hér gæti ég hreytt úr mér kvikindislegum fullyrðingum um Alkþrúði og Ásgerði sem lifir á Fjölskylduhjálpinni, en geri það ekki því ég er svo eymingjagóður. Öllu brýnna er að fá þetta flengingamál á hreint.

Mér er því efst í huga núna að fá skýringu DV á þessari spurningu og helst með tilvísun í stefnumál flokkanna.  „Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Góðir foreldrar þurfa stundum að flengja börnin sín.“

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Flengingar á stefnuskrá

  1. Ég hafði fyrir því að skoða þetta hjá flestum flokkum og nokkrum einstaklingum og allir svara þessari spurningu „mjög ósammála“. Ef þetta var það eina sem þú breyttir og þá breyttist flokkurinn sem þú fékkst sem niðurstöðu þá geri ég alvarlega athugasemd við þetta próf þeirra.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.