Frambjóðandinn sem hatar konur

Internetið er fíll. Það gleymir engu.

Þótt ég hafi orðið var við það í dag að sumum þyki ósmekklegt að rifja upp orð frambjóðenda, líkt og því fylgi syndaaflausn og allsherjar betrun að vera í framboði, þá skirrist ég ekki við að vekja athygli á frambjóðanda í Norðausturkjördæmi, sem ég vona að hafi lítil áhrif á jafnréttisstefnu flokksins síns. Ég hef verið hrifinn af þessum flokki núna í viku en hafði loksins tíma í dag til að kynna mér hann og líst ekki á blikuna ef fleiri svona sitja fyrir á fleti.
Skjámyndirnar eru fengnar úr albúmi Hildar Lilliendahl. Ummælin dæma sig sjálf.

Ingi Karl Sigríðarson 1

Ingi Karl Sigríðarson 2

Lokaorðin eru við hæfi:
Ingi Karl Sigríðarson: Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h

Viðbót að gefnu tilefni:
Ég geng ekki erinda VG eða annarra flokka, tilheyri engri skrímsladeild, vil ekki ata Pírata auri fremur en aðra og hef frekar hrifist af stefnumálum þeirra eins og hér segir fyrir ofan. Ég vinn ekki við að grafa upp óhróður, misheppnuð ummæli, lélegt grín og slít vonandi ekkert úr samhengi í þeim efnum. Ég veit að þessi maður er ekki Píratar. Ég vona að flokkurinn gjaldi hans ekki að óþörfu. Hins vegar auglýsi ég eftir jafnréttisstefnu Pírata. Ég geri ráð fyrir að hún liggi fyrir.

15 athugasemdir við “Frambjóðandinn sem hatar konur

  1. Á DV.is segir: „Ég er búin að ræða við Inga Karl. Hann er bara algjörlega miður sín sjálfur. Hann er heima hjá sér að sinna veikum börnum núna, ég ætla að hitta hann á eftir. Hann er algjörlega niðurbrotinn maður og er að undirbúa bréf sem hann vill senda Hildi til að biðjast afsökunar,“
    Mig rámar í að Ingi Karl hafi ekki verið svona áfjáður í að biðja Hildi afsökunar á sínum tíma og sýndi mjög einbeittan ummælavilja. En hann var þá heldur ekki í framboði til Alþingis.

  2. Stundum er sagt að Alþingi ætti að vera þverskurður af þjóðinni. Kannski eru Píratar hér að leitast við að láta framboðslista sína vera þverskurð af þjóðinni. Svona fyrirbæri eins og þessi aumingi eru partur af þjóðinni. Að sjálfsögðu getur kvikindið lítið við því gert hvernig það er.

  3. Bakvísun: Nokkur orð um dularfulla Píratamálið | Margrét Vaff Segir Sjö því Sex er klúrt

    • Höldum því til haga að grein þessi er 7 ára gömul og höfundur hefur eflaust þroskast og vitkast. Einstaklingur er ekki flokkur.

  4. Við skulum vona það að menn þroskist á sjö árum frá þessum viðhorfum. Hins vegar myndi ég alls ekki ganga út frá því enda hef ég engar forsendur til þess að ætla það. Gaman væri ef fjölmiðlar spyrðu hann út í þessa grein. Einstaklingar getur hins vegar alveg verið stjórnmálaflokkur, t.d. ef einn maður frá flokknum kæmist á þing. Það vill svo til að þessi einstaklingur er í fyrsta sæti RVK suður. Svo geta stjórnmálaflokkar ekki verið til án einstaklinga en einstaklingar geta vel lifað án stjórnmálaflokka. Eins geta eisntaklingar svikið hugsjónir flokka sinna og þar með orðið einstaklingar á þingi sem tilheyra engum flokkum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.