Amnesty Ásgerðar Jónu

Ásgerður Jóna Flosadóttir er í framboði fyrir Flokk heimilanna. Hún „tók þátt í pallborðsumræðum fyrir hönd Flokks heimilanna á fundi Öryrkjabandalagsins í gær. Þar gagnrýndi hún samtökin Amnesty International harðlega og sagði að þau sinntu ekki fólki hér heima heldur „skiptu sér af arfa í görðum í útlöndum“. Samkvæmt heimildamönnum DV sem urðu vitni að atvikinu uppskar Ásgerður Jóna mikið lófaklapp.“(DV) Ásgerður er á móti neyðaraðstoð til bágstaddra í útlöndum, eins og Vigdís Hauksdóttir (Framsókn) en gengur hér skrefinu lengra og er líka á móti Amnesty. Þrátt fyrir lófatak viðstaddra, þótti öðrum nóg um.

Nú er í tísku að kynna fortíð frambjóðenda. Upphafið er grein í DV vorið 2001.  Ásgerður Jóna var þá formaður Mæðrastyrksnefndar  og fór þá ásamt nefndarkonum til Portúgals  á kostnað nefndarinnar. Þetta varð upphafið að harðri gagnrýni á störf nefndarinnar og þá einkum störf formannsins.

Ásgerður Jóna 1

Ásgerður breytti ýmsu í starfi Mæðrastyrksnefndar eins og hún kom réttilega inn á í útvarpsviðtali nú í vikunni. Hún tók upp þá nýbreytni að úthluta mat oftar en fyrir stórhátíðir og varð  fyrst formanna , að láta greiða sér laun og símakostnað. 

Stórhugurinn náði lengra en þetta. Rekstrarstyrkur sem nefndin fékk frá Alþingi var notaður til að skrifa sögu Mæðrastyrksnefndar. Kom það Alþingi að sögn á óvart. DV fjallaði um þetta mál 20. 11.2003 og aftur 21.11. Á þessum tíma er Fjölskylduhjálp Íslands að verða til og kemur víða við í þessum blaðaskrifum. Vísir fjallaði einnig um þetta mál, 22.11.2003.

Greinargerð Mæðrastyrksnefndar birtist í Mbl. 30.11.2003 og rekur atburðarásina af nokkurri nákvæmni. Þar segir m.a.

„Rekstrarkostnaður nefndarinnar hefur aukist stórum skrefum í tíð Ásgerðar og munar þar til dæmis um þætti eins og launagreiðslur til formanns sem komu til í formannstíð Ásgerðar, en hún gerði sjálf tillögur til stjórnar um launagreiðslur til sín. Slík vinnubrögð munu vera einsdæmi. Aðrir formenn Mæðrastyrksnefndar hafa aldrei þegið laun fyrir vinnu sína. Auk þessa ákvað Ásgerður Jóna að greiða hluta sjálfboðaliðanna í nefndinni laun að eigin geðþótta. Það er einnig einsdæmi.

Ásgerður lét Mæðrastyrksnefnd kaupa fyrir sig GSM-síma og greiða símareikninga af honum. Þetta númer lét hún svo færa á sitt eigið nafn daginn áður en hún sagði af sér, sama símanúmer og nær allir styrktaraðilar telja vera símanúmer Mæðrastyrksnefndar.

Eftir því sem við best vitum kom André Bachmann tónlistarmaður til Ásgerðar með þá hugmynd sl. vor að gefa út geisladisk til styrktar starfi Mæðrastyrksnefndar. Samningurinn um þá útgáfu gætir engan veginn nógu vel hagsmuna nefndarinnar og í nafni Mæðrastyrksnefndar hefur verið stofnað til kostnaðar vegna disksins sem eðlilegra hefði verið að stofna til í nafni framkvæmdaaðila. Vegna þessa hefur reynst nauðsynlegt að leita samkomulags við framkvæmdaaðila um framkvæmd verkefnisins og hafa þau mál verið falin lögmönnum beggja aðila.

Það sem við teljum þó alvarlegast í þessu sambandi er að Ásgerður Jóna gerði sitt eigið óstofnaða félag, Fjölskylduhjálp Íslands, að aðila að þessu fjáröflunarverkefni og skrifaði undir samninga um það sem formaður Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar, nokkrum mánuðum áður en Fjölskylduhjálp Íslands var stofnuð og eignaðist sína eigin kennitölu.“

Þeir sem komu að tiltekt í Mæðrastyrksnefnd eftir ÁJF, fullyrtu á sínum tíma að formaðurinn hefði jafnan rogast með drekkhlaðna matarpoka heim að lokinni úthlutun og hvatt aðrar konur til að gera slíkt hið sama. Hvort þessi háttur sé hafður á í Fjölskylduhjálpinni skal ósagt látið en þar á bæ er yfirlýstur tilgangur starfsins að hjálpa fjölskyldum í neyð, ekki bara fjölskyldu formannsins.

Hjálparstarf er gott og göfugt og sjálfboðavinna er oft sú sem veitir fólki mesta ánægju.  En til að setja allt í samhengi er nú tilefni til að spyrja frambjóðandann um laun hennar og fríðindi hjá Fjölskylduhjálpinni og  hvort standi til að verja fjármunum sem aflað er til hjálparstarfs í utanlandsferðir og söguskrif. Pólskt máltæki, Sjaldan bregður gömul kýr vana sínum, kemur upp í hugann.

5 athugasemdir við “Amnesty Ásgerðar Jónu

  1. Það er þarfaverk að segja frá þessari konu. Hroki hennar virðist vera að ná áður óþekktum hæðum og er mál að linni. Hafðu þökk fyrir upplýsingarnar Gísli.

  2. Thad er afar mikilvægt fyrir alla ìslendinga, ad vita hvar Àsgerdur thessi er hverju sinni tel jeg vera. Bara til ad vera ekki nærri.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.