Ákall dverganna

gálgahraun

Fyrir hrun var fyrirhuguð bygging þúsunda íbúða og einbýla á Garðaholti og nágrenni.Í takt við það var hugmynd um nýjan veg gegnum Gálgahraun með stórborgarslaufum og mislægum gatnamótum sem gæti borið 20 þúsund bíla umferð á sólarhring. Þá voru allir stórhuga enda góðæri í landinu og of mikið til af peningum. En íbúafjölgun hefur ekki gengið eftir, Álftanes er í próventu hjá Garðabæ vegna skuldavanda og þessi meinti umferðarþungi á sólarhring næst kannski á viku í góðu veðri. Engu að síður ætlar Vegagerðin að halda þessari firru til streitu og malbika drjúgan hluta af þessu fallega útivistarsvæði þar sem ljúft er að liggja í laut og láta sig dreyma… (Best að hætta áður en maður missir sig út í ÓJS).
Það er ekki nema sjálfsagt að vera á móti þessum einbeitta vilja Vegagerðarinnar og yfirvalda að ætla að eyða peningum í þennan flottræfilshátt. Og ég skil vel að grípa þurfi til sem flestra vopna í þeirri baráttu. En ég vonaði heitt og innilega þangað til í morgun að álfum og dvergum yrði ekki spilað út. Svo kom blaðið inn um lúguna og fyrirsögnin hleypti á mig:

Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga.“

Nógu lengi höfum við Hafnfirðingar orðið að umbera meinta álfatrú hér innanbæjar. Ég bjó lengi við Hamarinn og fylgdist með dvergafjölda þar fyrir og eftir útkomu Hringadróttinssögu. Ég hef séð hvernig Erla Stefánsdóttir dritar niður dvergabyggð eftir pöntun til að þjóna eftirspurn markaðarins og hvernig fólk sem ég taldi skynsamt, fær glýju í augun af gleði yfir dverga-og álfamergð í nærsamfélagi sínu. Ég veit að þetta er krúttlegt og gott fyrir ferðamennsku hérna og hagvöxt gjaldþrota bæjarfélags en einhvers staðar verður að draga mörkin og spyrna við þessu afbrigði fávitavæðingarinnar. Hingað og ekki lengra.

Ég skal með glöðu geði berjast á móti vegalagningu um Gálgahraun. En ég tel ekki þátt í þessu kjaftæði um dverga og álfa. Þetta er orðið ágætt.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Ákall dverganna

  1. Þessi kona hafði hrikaleg áhrif á líf mitt þegar ég var krakki. Hún tók við mér í píanókennslu af kennara sem flutti frá Reykjavík. Þegar ég byrjaði dásamaði hún endalaust hvað það væru nú fallegir litir í kringum mig og var agalega ánægð með mig. Svo hélt hún einhvers konar tónfund heima hjá sér með okkur öllum nemendunum. Þau komu öll með gjafir nema ég og upp úr því breyttist allt. Hún var beinlínis vond við mig, gerði lítið úr mér og þegar hún mætti mömmu á tröppunum heilsaði hún henni ekki. Þegar mamma hnippti í hana og spurði hvers vegna, svaraði hún: „Ah, ég átta mig ekki alltaf á því hvort ég sé að mæta lifandi eða framliðnum.“ Við ættum að geta hlegið að þessu öllu saman, en þegar við rifjum þetta upp heima, verðum við bara reið.

  2. Bakvísun: Álfakjaftæðið í Hafnarfirði | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s