Álfar hist og her

Við Merkurgötu í Hafnarfirði þrengist akvegurinn mjög á kafla vegna „álfakletts“ sem skagar út í götuna. Hann er inni á deiliskipulagi Hafnarfjarðar og við honum verður varla hreyft úr þessu, enda er vel fært um götuna og kletturinn setur skemmtilega mynd á hana. Skammt frá er garðurinn Hellisgerði þar sem meintir sjáendur fóru að eygja álfa, dverga og huldufólk í tugatali fyrir nokkrum áratugum. Í þessu hverfi bjó ég lengi og við túnfótinn minn var steinsteypt innsiglingarvarða. Sjóndapur sjáandi sá í henni álfa og dverga árum saman þar til einhver góðhjartaður hafði orð á steypunni. Síðan hefur ekki borið á þeim. En þetta er útúrdúr.

Áhrifa álfa á vegalagningu gætir víða. Það er tímanna tákn að þeir skipti sér af jarðgangnagerð, eins og gerðist fyrir vestan, þegar Óshlíðargöngin voru grafin. Samkvæmt þessari frétt kunna álfar á þungavinnuvélar, aðallega til að láta þær bila. Einnig geta þeir fiktað í sprengiefni. Álfar í Bolungarvík

Morgunblaðið fjallaði nánar um þetta mál: »Ég var búin að vera þarna áður með fleira fólki, að skynja náttúruverur sem voru ekki glaðar með rask á jörðinni; að ekki hefði verið beðið um að þær flyttu sig. Þær voru leiðar yfir því, það var okkar skynjun. Mig langaði mikið til þess að þarna yrði beðist afsökunar,« segir Vigdís Kristín Steinþórsdóttir. Hún kveðst geta skynjað skilaboð frá huldufólki. Hún var fyrir vestan í vikunni að halda Kærleiksdaga á Núpi í Dýrafirði. Við Óshlíð hafi hún og tvö önnur skynjað ósætti álfa vegna Óshlíðarganga.

»Ég fékk prestinn í Bolungarvík og tvo menn frá Ósafli til að koma,« segir hún. Óskað hafi verið eftir fulltrúum bæjarstjórnarinnar, en þeir hafi ekki komið. Vigdís segist vonsvikin yfir því. Segir hún að við athöfnina hafi hún og önnur skyggn kona heyrt þyt í fjallinu og svo hafi grjót hrunið þar. Það hafi þær túlkað sem samþykki. Eftir slysið í gær sé hún hugsi hvort þær hafi rangtúlkað skilaboðin. Agnes Sigurðardóttir sóknarprestur staðfestir að hafa farið með bæn við athöfnina í fyrradag, sem fram fór í Ósvör.”

DV bætti um betur og birti viðtal við sjáanda þar sem þetta kom fram: „Einn sá að það var slasað álfabarn í hlíðinni sem hefði slasast við rask þar. Faðir álfabarnsins á að hafa orðið rosalega reiður og misst sig. Mér var sagt að vanalega verða þeir ekki reiðir og hefna sín en þarna missti hann sig,“

Oft hefur komið grjót niður fjallshlíðar á Vestfjörðum, því þær eru brattar, og langflestir gera sér grein fyrir því að brattinn hefur áhrif á grjóthrunið.  Þar sem ég trúi því enn að fyrir vestan búi skynsemdarfólk, er ég viss um að þessar “skyggnu” konur eru aldar upp á láglendi, illa haldnar af ranghugmyndum og hafa hugsanlega gleymt að taka lyfin sín þennan dag.

Ég hafði lengi fyrir sið þegar ég fór um Hvalfjarðargöngin að benda á jarðrask í hlíðinni fyrir ofan munnann og segja samferðafólki mínu hverju sinni að þarna hefði efnið í göngin verið tekin. Sá sem skrifar þessa grein í Morgunblaðið 1998 um göngin, álfa og Gvuð, er örugglega í hópi þeirra sem myndi trúa mér. Einbeittur vilji til að tengja álfa við samgöngumannvirki er lofsverður. Ég vona að sjáendur verði fengnir til að semja við Vaðlaheiðarálfana um flutninga, áður en byrjað verður að sprengja.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.