Umferðarlög hjólafólksins

Heimild: Lagasafn Alþingis

III. Umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur.
 11. gr. Gangandi vegfarandi skal nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar, sem liggur utan akbrautar (vegaröxl). Ef ekki er gangstétt, gangstígur eða vegaröxl meðfram vegi má nota akbraut. Skal þá að jafnaði gengið við vinstri vegarbrún í gönguátt og ekki fleiri en tveir samhliða. Ef gangandi vegfarandi leiðir reiðhjól eða létt bifhjól skal hann ganga við hægri vegarbrún. Gangandi vegfarandi má þó nota gagnstæða vegarbrún, ef hann væri annars í hættu eða sérstakar aðstæður mæla með því.
 Á gangstétt, gangstíg eða vegaröxl má gangandi vegfarandi hvorki leiða reiðhjól eða létt bifhjól né flytja með sér fyrirferðarmikla hluti, ef það er til verulegra óþæginda fyrir aðra.

Framúrakstur.
 20. gr. Aka skal vinstra megin fram úr ökutæki. Þó skal aka hægra megin fram úr ökutæki, ef ökumaður þess beygir til vinstri eða undirbýr greinilega vinstri beygju. Hjólreiðamaður má fara hægra megin fram úr öðrum ökutækjum en reiðhjólum.
VI. Sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki.
Reiðhjól.
 39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.
 Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.
 Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.
 Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.
 Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.
 Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.
 Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að eigi stafi hætta eða truflun af.
 40. gr. Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
 Eigi má reiða farþega á reiðhjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldri, reiða barn yngra en 7 ára, enda sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi eigi hætta af hjólteinunum.
 Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.

Ábending frá lesanda varðandi færslu hér fyrir neðan „Helvítis hjólafólkið“.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html
Svona fljótt á litið þá virðist sem ökumaður þessarar bifreiðar hafi gerst brotlegur við þau umferðalög sem gilda í landinu. Skv. grein 25 hefði viðkomandi ökumaður átt að “…veita umferð í veg fyrir leið hans forgang”. Auk þess virðist sem þessi ökumaður hafi virt að vetugi greinar 4, 10 og 17 sömu laga.

4 athugasemdir við “Umferðarlög hjólafólksins

  1. Bakvísun: “Helvítis hjólafólkið!” | Málbeinið

  2. „39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.“
    Án þess ég ætli á nokkurn hátt að bera í bætifláka fyrir ökumanninn þá vil ég benda á þessi ákvæði laganna þótt þau hafi trúlega engu máli skipt við það atvik sem lýst hefur verið. Hjólreiðamenn eiga að hjóla í halarófu. Þó er við bestu aðstæður tveim leyft að hjóla hlið við hlið, en ekki fleirum. Geri einhver sig líklegan til að fara fram úr þeim, og gefur þar um merki, skulu þeir þó hliðra til í einfalda röð nema ekki beri nauðsyn til þess vegna þess hversu vegur er breiður. Þá má geta þess að heimilt er að aka fram úr reiðhjóli og léttu bifhjóli þótt bannað væri að aka fram úr bifreið á sama stað, s.s. á blindhæð eða við gatnamót, sbr. 22. grein laganna og er þá vitaskuld ljóst að ekki mega þeir vera þar tveir hlið við hlið og því síður fleiri og því misskilningur að reiðhjól hafi sama rétt í umferðinni og bifreiðar. Þá er það útbreiddur misskilningur, svo skotið sé inn aukafróðleiksmola, að við gangbraut hafi hjólriðar sama rétt og gangandi en svo er ekki. Vilji þeir njóta forgangs á gangbraut skulu þeir leiða hjólið, sbr. 26. grein margnefndra laga.
    En mergurinn málsins er sá, eins og vel hefur komið fram hjá Gísla, að enginn passar hjólriðann nema hann sjálfur. Því er skynsamlegast að treysta því varlega að aðrir vegfarendur taki tillit til þeirra.

  3. Bakvísun: 95% | Málbeinið

  4. Nú er verið að leggja hjólastíg frá Grafvarvogi að Hlemmi. Þar er stígurinn upphleyptur og óslitinn á nokkrum stöðum yfir gatnamót, svo sem við Langholtsveg og Skeiðavog. Hver á þar rétt og til hvers er verið að gera þessar upplyftingar ef réttur er óskýr.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.