95%

Góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Eftir uppákomu gærdagsins sem lýst er í færslu hér neðar á síðunni, hefur hjólreiðafólk og aðrir skipst á skoðunum og sagt frá reynslu sinni. Þar ber ekki öllum saman. Sumir hafa eingöngu góða reynslu en aðrir segja sínar farir ekki sléttar.  Þetta finnst mér:

1. 95% bílstjóra eru tillitssamir við hjólreiðafólk og fara eftir umferðarreglum, einkum ef hjólreiðafólk gerir það líka. 95% hjólreiðamanna haga sér ágætlega í umferð. Það eru þessi 5% sem þurfa að taka sig á. Þá gengur þetta allt frekar smurt.

2. Hjólastígar borgarinnar eru komnir að þolmörkum. Þeir eru víðast hluti af göngustíg, framúrtaka er erfið og hjólreiðafólk getur ekki mæst á þeim, nema á stígnum í Fossvogsdal og að hluta til uppi í Grafarvogi. Annars verður að fara út á gönguhlutann. Hjólreiðafólk í hóp verður því að fara út á götuna þar sem það á heima og gæta fyllstu varúðar. Gífurleg fjölgun reiðhjóla þýðir aukin umferð þeirra á götum.

3. Hjólreiðamenn mega vera 2 samhliða ef aðstæður leyfa og tvær akreinar eru til skiptanna. Í íbúðahverfum þar sem hámarkshraðinn er 30 km, fara hjól ámóta hratt og bílar og tefja því ekki umferð. Á fjölfarnari götum er best að hjóla í einfaldri röð. Þetta er samkvæmt umferðarlögunum.

4. Þessi 5% hjólafólks sem mega bæta ráð sitt, eiga að sýna fyllstu tillitssemi á stígunum, ekki fara óþarflega hratt, virða rétt hinna gangandi, hægja á sér í blindbeygjum og láta vita af sér með bjöllu eða flauti, jafnvel bjóða góðan daginn hátt og snjallt til að gera engum bilt við. Það má heldur ekki dóla á miðri götu að óþörfu og tefja aðra. Það má ekki laumast yfir á rauðu ljósi, þótt það sé stundum hægt.  Umferðardólgar eru leiðinlegir. Verum ekki hjóladólgar.

5. Átakið Hjólað í vinnuna hefst 8. maí. Þá blasir við að göngu/hjólastígar rúma ekki alla sem vonandi taka þátt og nota tækifærið til að koma sér í gang fyrir gott hjólasumar. Með samstilltu átaki verður þetta bara gaman. Gatnakerfið á að vera okkar Hálsaskógur. Verum dýrin.

6. Þeir sem þurfa að fá útrás fyrir hjólafíkn sína, ættu að ganga í hjólreiðafélag eða þríþrautarfélag og mæta á skipulagðar æfingar. Þær fara fram á fáförnum svæðum eða sérvöldum leiðum. Bráðum kemur sumar. Þá verður sérlega gaman að hjóla. Komaso!

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s