Af lífsins þrautum

Það verður að gera fleira en gott þykir.
Þetta viðkvæði er gott að hafa á hraðbergi til að sannfæra sig um að fara út fyrir svonefnt þægindasvið, þar sem reynir á þolmörk búks og hugar.Í þeim tilgangi hélt 3SH, aðalþríþrautarfélagið í Hafnarfirði, æfingabúðir um liðna helgi þar sem var synt, hjólað og hlaupið til skiptis og þess á milli var jetið og drukkið. Þetta var meinhollt. Í anda þess að breiða út fagnaðarerindi mitt sem felst í gildi þess að leika sér óháð aldri og rækta gleðina í sér í góðum félagsskap, verða nú birtar nokkrar svipmyndir með skýringum.

Æfingabúðir 1
Á sunnudaginn var hjólað á Krísuvíkurvegi í vetrarveðri. Þarna var póstkortastemmning og allir kátir því á laugardagshjólaæfingunni var til skiptis haglél og slydda með tilheyrandi vindi og skyggnið svo afleitt að ekki tókst að ná myndum af neinu nema hríðarkófinu.

Þrátt fyrir góðan búnað varð sumum kalt á útlimum en ekki til vansa en allir urðu notalega þreyttir. Þá er gott að geta mætt í afmæli barnabarns síðdegis og graðgað í sig kökum.

Æfingabúðir 3
Á sunnudaginn varð uppákoma á Herjólfsgötu sem þegar hefur verið fjallað rækilega um. Þessi mynd er af vettvangi og endurspeglar alvöru málsins, gott skyggni og veður.

Æfingabúðir 4
Eftir langa setu í reiðhjólshnakki myndast lykt sem mannlegt nef hefur hingað til ekki reynt að greina af skiljanlegum ástæðum. En saklausir og fróðleiksfúsir heimiliskettir flykkjast þá að og beita þeffærum sínum í rannsóknarskyni. Þetta geta allir kattareigendur sannreynt með einfaldri tilraun. Ef köttur sýnir hnakknum engan áhuga að lokinni æfingu, hefur tæpast verið tekið nógu mikið á og ber þá viðkomandi hjólreiðagarpi að fara nokkrum sinnum upp og niður Áslandsbrekkuna þar til skapast hafa kjöraðstæður fyrir kattarnef.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Af lífsins þrautum

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s