Lohan og lóan

lohan

Ég sagði köttunum frá komu lóunnar í morgun og síðan hafa þeir setið fyrir smáfuglum í móunum, þekkja auðvitað ekki lóu frá lómi því fyrir þeim er fugl bara fugl sem gaman væri að veiða. Ég varð þess líka var að í hugum sumra er Lindsey Lohan álíka mikill vorboði og hennar fiðraða nafna. Í það minnsta kvað skáldið Enter þessa skjáskotnu vísu.

Fyrir margt löngu stóð til að senda tröllstóra lóu á tvíæringinn í Feneyjum. Til að útlenskir gætu skilið gildi fuglsins fyrir Íslendinga, þurfti að snara heiðlóukvæðinu á mál engilsaxa. Þetta verkefni tók hagyrðingurinn Már Högnason að sér og söng hástöfum. Ekki er annað vitað en þýðingin hafi ratað til Feneyja:
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefir sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vaka og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.

Summer is with us and so is the plover
singing our boredom and snow far away,
tells me the curlew soon will come over,
cornflowers blooming on a sunny day.

She tells me I’m lazy, lacking all power
lying in bed and sleeping like a bear
I should be working and wake every hour
embrace the summer since it is here.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Lohan og lóan

  1. Og af því ég er tuðari: Hvað með að láta síðustu línuna byrja: „and welcome the summer etc..“? Bara svona til að stuðlasetningin haldi sér?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.